Saturday, September 28, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxFyrsta titilvörn Kolbeins staðfest!

Fyrsta titilvörn Kolbeins staðfest!

Kolbeinn hélt út til Finnlands í lok maí mánaðar í sinn fyrsta titilbardaga á ferlinum. Kolbeinn sigraði þá Pavlo Krolenko sem steig inn í hringinn með stuttum fyrirvara eftir að upphaflegi andstæðingurinn hans Kolla, Mika Mielonen, veiktist og treysti sér ekki til að berjast. Núna er búið að endurskipuleggja viðureignina gegn Mika! 

Þann 27. Júlí næstkomandi mun Kolbeinn stíga inn í hringinn í annað skipti í Finnlandi þetta sumarið. Bardaginn mun fara fram inn í Huwila arena sem er staðsett inn í smábænum Savonlinna. Bærinn er fallegur sumarbær í 4 tíma akstursfjarlægð frá Helsinki, rétt fyrir utan landamæri Rússlands. 

Eins og áður hefur komið fram mun sigur gegn Mika Mielonen þeyta Kolbeini upp í 80. sæti yfir bestu þungavigtar hnefaleikamenn í heiminum í dag. Í þeirri stöðu væri Kolbeinn hársbreidd frá því að vera bókaður á risastórt hnefaleikakvöld á heimsmælikvarða. 

Undirbúningurinn fyrir bardagann er nú þegar hafinn, enda hefur legið í loftinu að bardaginn gegn Mika yrði endurskipulagður alveg síðan að Kolbeinn vann beltið upprunalega. 

Þó að bardaginn hafi verið staðfestur í dag, er Kolli búinn með eina viku af fight camp. Kolli er til að mynda búinn að sækja sér sparr gegn Andra Má aka. Herra Keflavík og Árna Ísakssyni, mma goðsögn.


Kolli kom frekar heill út úr viðureigninni gegn Pavlo Krolenko, en talaði þó um örlítil meiðsli á hægri hendi sem hann hafði þó ekki miklar áhyggjur af. Eins og kom fram í hlaðvarpi Fimmtu Lotunnar hyggst Kolli ætla að bjóða Krolenko til Íslands í undirbúningnum gegn Mika.

spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular