spot_img
Saturday, January 11, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentFyrsta UFC-Kvöld ársins er í kvöld! Dern mætir Ribas.

Fyrsta UFC-Kvöld ársins er í kvöld! Dern mætir Ribas.

Nýja árið byrjar með þrususkemmtilegum bardaga milli Mackenzie Dern og Amanda Ribas. Fyrstu bardagarnir byrja klukkan 21:00 í kvöld og má búast við því að Dern og Ribas mætist um 02:30 í nótt.

Dern situr í sjöunda sæti styrkleikalistans eftir frábæran sigur á Lupita Godinez í ágúst þar sem Dern sýndi mjög miklar bætingar í striking og vann bardagann á einróma dómaraákvörðun. Ribas situr í áttunda sæti styrkleikalistans eftir tap gegn Rose Namajunas.

Dern og Ribas hafa mæst áður en það var áður 2019 og hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan þá. Dern sagðist fyrir bardagann sjá eftir því að hafa mætt Ribas í staðinn fyrir að taka sér lengra barneignarfrí.

Endurleikurinn er spennandi og verður gaman að sjá hvort að Dern geti sannað fyrir heiminum að hún sé reyndari og betri bardagakonan.

Það er alveg á tæru að Dern mun reyna ná Ribas niður í gólfið. Dern er margverðlaunaður BJJ-iðkandi og ljóst að Ribas mun vera í miklum vandræðum ef bardaginn fer þangað. En það er ekki þar með sagt að bardaginn klárist þar endilega enda hefur Ribas aldrei verið kláruð með uppgjafartaki.

Aðalbardagi kvöldsins er alltaf fimm lotur og því gæti bardaginn þróast í 25 mínútna viðureign. Það hlýtur að vera Ribas í hag sem getur algjörlega strikað í 25 mínútur. Ef Dern tekst ekki að draga úr bensíntanknum með glímu og clinchi gæti þetta orðið hrikalega langt kvöld fyrir Dern sem er verri kickboxarinn af þeim tveimur.

Veðbankarnir hafa birt stuðla og er Ribas talin líklegri til sigurs @1.53 á Ribas og @2.62 á Dern.

Við minnum auðvitað að gjafaleik Fimmtu Lotunnar á Instagram:

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið