spot_img
Wednesday, April 2, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeInnlentHekla Friðriksdóttir er tilbúin í MMA frumraunina

Hekla Friðriksdóttir er tilbúin í MMA frumraunina

Hekla María Friðriksdóttir frá Reykjavík MMA mun stíga inn í búrið í fyrsta skipti á ferlinum þegar hún mætir til leiks á Caged Steel 39. Hekla hefur þurft að bíða lengi eftir þessu tækifæri því erfitt hefur reynst að finna andstæðing handa henni.

Hekla er eitt af fimm keppendum frá Reykjavík MMA sem taka þátt á kvöldinu en hán er eini virki keppandinn frá Íslandi sem berst í kvennaflokki. Hekla mætir heimakonunni Paulette Spencer sem er töluvert reyndari en Hekla með fimm bardaga undir beltinu.

Hekla mætti ásamt Haraldi Arnarsyni í Fimmtu Lotuna þar sem við fengum að kynnast þessari hófværu miðjarðarhafshetju.

Hekla æfir bardagaíþróttir af miklum krafti og er mjög vinnusöm á æfingum þegar hún er í landi en hún er þess á milli úti á Miðjarðarhafi á alþjóðlegu skipi sem sérhæfir sig í að koma flóttafólki sem leggur út frá norðurströnd Afríku á illa búnum bátum til bjargar og koma þeim á land í Evrópu.

Hekla er með fjólublátt belti í Brazilian Jiu Jitsu og keppir mjög oft á glímumótum hérlendis með góðum árangri. Hún er einnig öflum standandi á fótunum og hefur að eigin sögn tekið vel til í striking-leiknum sínum fyrir bardagann.

Mini Garðurinn sýnir frá bardaganum á laugardaginn kemur og er hægt að panta borð á viðburðinn hér. Alls verða átta útsendarar frá Íslandi þetta kvöld á tveimur viðburðum.

Hér fyrir neðan má finna Instagramefni um Heklu.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_imgspot_imgspot_imgspot_img

Mest Lesið