Reykjavík MMA hélt út á box- og kickbox mót um helgina. Helena Pereira var fyrsti keppandinn til að stíga inn í hringinn fyrir hönd Reykjavík MMA og átti heilt yfir mjög góðan bardaga og dómínerandi frammistöðu.
Það kom í ljós snemma í fyrstu lotu og Helena bar ekki mikla virðingu fyrir því sem andstæðingurinn, Julia Madej, bauð upp á.
Helena stjórnaði hringnum allan tímann og fléttaði saman höggin sína fallega ásamt því að hreyfa sig vel í kringum andstæðinginn sinn þegar hún færði sig úr högg fjarlægð. Helena gekk inn í hringinn undir laginu Thunderstruck með AC/DC, en andstæðingurinn hennar virtist einmitt vera gjörsamlega þrumuselgin eftir Helenu.
Móthaldararnir unnu sér ekki til vinsælda hjá keppendum, en þó nokkuð skipulagsvesen var í kringum kvöldið. Upprunalega var ákveðið að flýta kvöldinu án þess að láta keppendur vita og var Helena fyrst kölluð inn í hringinn án þess að fá að hita upp og svo var ákveðið að fresta bardaganum og stytta viðureignina.
Bardagann má sjá hér fyrir neðan, 1:31:25: