spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxHelena Pereira með sigur í Póllandi

Helena Pereira með sigur í Póllandi

Reykjavík MMA hélt út á box- og kickbox mót um helgina. Helena Pereira var fyrsti keppandinn til að stíga inn í hringinn fyrir hönd Reykjavík MMA og átti heilt yfir mjög góðan bardaga og dómínerandi frammistöðu.

Það kom í ljós snemma í fyrstu lotu og Helena bar ekki mikla virðingu fyrir því sem andstæðingurinn, Julia Madej, bauð upp á. 


Helena stjórnaði hringnum allan tímann og fléttaði saman höggin sína fallega ásamt því að hreyfa sig vel í kringum andstæðinginn sinn þegar hún færði sig úr högg fjarlægð. Helena gekk inn í hringinn undir laginu Thunderstruck með AC/DC, en andstæðingurinn hennar virtist einmitt vera gjörsamlega þrumuselgin eftir Helenu.

Móthaldararnir unnu sér ekki til vinsælda hjá keppendum, en þó nokkuð skipulagsvesen var í kringum kvöldið. Upprunalega var ákveðið að flýta kvöldinu án þess að láta keppendur vita og var Helena fyrst kölluð inn í hringinn án þess að fá að hita upp og svo var ákveðið að fresta bardaganum og stytta viðureignina.

” Þeir færðu svo bardagann og gerðu eitthvað annað í staðinn. Þannig að ég dreif mig inn alveg snældu brjáluð… svo var mér tilkynnt að allir fightar væru 2 lotur og 2 mínútur, ég var already svo ógeðslega pirruð yfir öllu þessu klúðri”

– Helena Pereira

Bardagann má sjá hér fyrir neðan, 1:31:25:

https://www.youtube.com/watch?v=KdXymm9BrTY
spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular