spot_img
Wednesday, April 9, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentIan Garry tekur bardaga með stuttum fyrirvara gegn einum hættulegasta manni veltivigtarinnar

Ian Garry tekur bardaga með stuttum fyrirvara gegn einum hættulegasta manni veltivigtarinnar

Ian Garry heldur uppteknum hætti og berst við hvern sem er þó hann fái lítinn tíma til undirbúnings en þetta er í þriðja skiptið sem hann hleypur í skarðið gegn hættulegum mönnum veltivigtarinnar þegar einhver dettur út. Í þetta skiptið er það Carlos Prates frá Fighting Nerds og hefur Garry 25 daga til að gera sig klárann sem er þó meiri tími en hann hafði fyrir Shavkat Rakhmonov þar sem hann var ekki langt frá því að fara með sigur af hólmi.

“Martröðin” Carlos Prates átti að mæta Geoff Neal 12. apríl á UFC 314 en Neal neyddist til þess að draga sig úr keppni en MMA aðdáendur um allan heim biðu eftir þessari viðureign með mikilli eftirvæntingu. Ljóst var að Dana White og UFC þurftu að finna góðan bardaga fyrir Prates og aðdáendur hans og það hafa þeir svo sannarlega gert. Bardaginn milli Garry og Prates fer þó ekki fram á UFC 314 heldur munu þeir berjast í aðalbardaga kvöldsins á bardagakvöldi í Kansas City, Missouri 26. apríl.

Ian Garry fékk fyrsta tapið sitt á ferlinum gegn Shavkat í desember í fyrra í frábærum bardaga þar sem hann var ekki langt frá því að koma öllum á óvart og verða sá fyrsti til að sigra hinn ósigraða Shavkat þegar hann náði honum í rear naked choke. Carlos Prates hefur svo verið á allra vörum frá innkomu hans í UFC en hann þreytti frumraun sína þar á bæ í febrúar í fyrra og endaði árið með fjóra sigra sem hann kláraði alla með rothöggi. Fyrstu tölur veðbanka virðast sýna Garry sem örlítið líklegri til sigurs en afar mjótt er á munum og augljóst að hér á ferð er einn mest spennandi bardagi ársins þar sem enginn titill er í húfi en sigurvegari þessarar viðureignar mun gera sterkt tilkall til næsta titilskots.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_imgspot_imgspot_imgspot_img

Mest Lesið