spot_img
Saturday, January 11, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentIlia Topuria stefnir á léttvigtina

Ilia Topuria stefnir á léttvigtina

Núverandi fjaðurvigtarmeistarinn, Ilia Topuria, hyggst sleppa beltinu sínu og færa sig upp í léttvigtina í von um að mæta Islam Makhachev.

Topuria tjáði sig um málið í spænskum fjölmiðli í gær en hann staðfestir að hann sé með plan um að sækja léttvigtarbeltið, en sér ekki fyrir sér að verja fjaðurvigtarbeltið aftur ef að hann lætur verða af þessu.

Topuria rotaði Max Holloway eftirminnilega á UFC 308 og var það hans fyrsta titilvörn. Sumir settu spurningarmerki við það að Topuria hafi fengið að sleppa við bardaga gegn Max áður en hann vann beltið en Max hafði þá verið alveg óstöðvandi Gatekeeper í deildinni. Eftir sigurinn á Max var enginn vafi um að hann hefði átt beltið skilið.

Núna er Topuria með augastað á léttvigtarbeltinu og bardaga við Islam Makhachev eða Arman Tsarukyan. Islam og Arman munu mætast á fyrsta PPV-kvöldi næsta árs 18. janúar. Það er ekki ljóst hvenær núverandi eða verðandi léttvigtarmeistari verður tilbúinn í næsta slag. Því vill Topuria fá bardaga við Charles Oliveira og taka sætið hans sem næsti áskorandi upp á beltið í léttvigtinni.

Charles þyrfti auðvitað að samþykkja bardagann en hvort hann geri það er annað mál. Charles fengi næst titilbardaga sama hvort hann mæti Topuria eða ekki.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið