spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxJake Paul sigrar Mike Tyson með einróma dómaraákvörðun

Jake Paul sigrar Mike Tyson með einróma dómaraákvörðun

Bardaga Mike Tyson gegn Jake Paul lauk rétt í þessu með sigri Paul með einróma dómaraákvörðun. Mike Tyson sem er 58 ára gamall kom vel inn í fyrstu lotu og var betri fyrstu mínútuna. Það var aðeins farið að draga af Tyson í annarri lotu en hann lotan var jöfn og má færa rök fyrir því að Tyson hafi unnið þá lotu líka. Frá þriðju lotu fór að halla hratt undan fæti hjá Tyson og var augljóst að fæturnir voru ekki að fylgja honum inn þegar hann reyndi að vinna sig inn í sína fjarlægð. Frá fjórðu lotu fór bardaginn að bera merki sýningarbardaga og Jake Paul pressaði og hitti ágætlega en var ekkert að reyna að klára bardagann. Mike Tyson sló frá sér allan tímann og var ótrúlega líflegur og át nokkur sterk högg en þessi bardagi átti sér stað um það bil tíu árum of seint til að vera samkeppnishæfur í átta lotur. Lappirnar á Tyson voru farnar síðustu lotunar og Paul hélt sinni fjarlægð og Tyson gat ekki unnið sig inn í sína fjarlægð, það sigrar enginn tímann og Tyson er þar engin undantekning.

Jake Paul heldur áfram að búa sér til myndarlega ferilskrá af gömlum meisturum en það hlýtur að fara að koma að því að hann Paul berjist við virka atvinnuboxara sem eru undir fimmtugu.

Í viðtali eftir bardagann sagði Jake Paul að Mike Tyson væri besti boxari allra tíma og væri hættulegasti maður á jörðinni. Mike Tyson kveðst ekki hafa sannað neitt fyrir öðrum, hann sannaði fyrir sjálfum sér að hann gæti staðið fyrir framan ungan mann í átta lotu. Þegar Mike Tyson var spurður um getu Jake Paul í hringnum sagði Tyson að Paul ætti skilið virðingu og væri góður bardagamaður. Mike Tyson lokaði viðtalinu að hann vildi berjast aftur og stakk upp á bardaga við Logan Paul, bróður Jake Paul.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular