UFC 314 fór fram í Kaseya Center í Miami, Flórída í nótt. Jean Silva og félagar hans í Fighting Nerds hafa verið gjörsamlega óstöðvandi síðan þeir brutust inn á senuna og var engin breyting á því í kvöld. Jean Silva kallaði eftir bardaga gegn Mitchell eftir frægt podcast atvik, en Silva sagðist vilja mennta Silva í búrinu eftir að Mitchell lét í ljós mjög vafasamar skoðanir sínar. Mitchell samþykkti og fengum við loksins að sjá kappana í búrinu í nótt.
Bryce Mitchell heldur uppi hlaðvarpinu ArkanSanity þar sem hann ræðir mikið af samsæriskenningum sem eðlilega fara misvel ofan í fólk. Samkvæmt Mitchell hefur mannfólkið aldrei farið út í geiminn, jörðin er flöt og Hitler var nice gaur alveg þangað til hann byrjaði á amfetamíni. Jean Silva vildi æstur fá heiðurinn af því að koma viti fyrir Mitchell og vildi hann gera það í búrinu en ansi margir bardagamenn voru æstir í að fá bardaga gegn Mitchell eftir að hann fór að tjá skoðanirnar sínar opinberlega.
Mitchell byrjaði bardagann vel og sótti að fótunum hans Silva til að byrja með ásamt því að standa ágætlega vel í Silva í Striking almennt. Það var einnig ljóst að Mitchell hafði bætt sidekicks í vopnabúrið sitt sem hann nýtti með ágætis árangri í byrjun bardagans.
Jean Silva var mjög greinilega að njóta stundarinnar þegar hann gekk inn í búrið, sem og inni í búrinu. Hann byrjaði bardagann hægt en tók yfir þegar leið á fyrstu lotuna og varð ljóst að Silva var í raun og veru betri en Mitchell á öllum sviðum. Mitchell átti erfitt með að strike-a við Silva og var aldrei líklegur til þess að taka hann niður í gólfið fyrir utan atvikið í lok lotunnar þegar Silva sökkti inn mjög djúpu Guillotine.
Mitchell var sjáanlega mjög þreyttur eftir fyrstu lotuna og var aðeins skugginn af sjálfum sér þegar hann gekk inn í aðra lotu. Mitchell skaut í fellu en Silva tókst að vefja höndunum sínum um hálsinn á Mitchell, læsa inn Ninja Choke og tryggja sér sigurinn.
Silva gelti á Mitchell þar sem hann lá meðvitundarlaus á gólfinu eftir bardagann og lét svo hörð orð falla í viðtalinu við Joe Rogan eftir bardagann
“You know what? I hope you all pray and help out Bryce Mitchell because I don’t think he’s right in the head…I mean, that’s a part of him, and there’s something wrong for him to be like that.“
– Jean Silva