spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxKatie Taylor sigrar Amanda Serrano í einum besta bardaga síðari ára

Katie Taylor sigrar Amanda Serrano í einum besta bardaga síðari ára

Katie Taylor barðist við Amöndu Serrano í einum besta hnefaleika bardaga síðari ára þar sem báðar konur voru hreint út sagt frábærar og skildu allt eftir í hringnum. Niðurstaðan var einróma dómaraákvörðun Katie Taylor í vil sem varð strax mjög umdeild, bæði lýsendur og aðrir sérfræðingar í kringum bardagann töldu Serrano sigra með nokkrum yfirburðum, sérstaklega í ljósi þess að tekið var stig af Taylor í 8. lotu. Bardaginn var fram og til baka barátta þar sem báðar konur hittu vel og sýndu virkilega fallegt box. Amanda pressaði vel stóran hluta bardagans og hafði yfirhöndina í fyrstu þremur lotunum en eftir það skiptust þær bróðurlega á lotum. Taylor missti stig í 8. lotu en bardaginn var jafn og báðar konur áttu sín augnablik.

https://twitter.com/i/status/1857638864212390015

Katie Taylor sigraði síðasta bardaga milli þeirra árið 2022 og því erfitt að sjá fram á þríleik þar sem Taylor hefur sigrað báða bardagana. Hnefaleikaaðdáendur hljóta nú að leggjast á bæn til að fá að sjá þessar tvær stríðskonur berjast aftur sem allra fyrst.

https://twitter.com/i/status/1857640863662260662

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular