Myndbrot gekk um veraldarvefinn þar sem Khabib Nurmagomedov sést vera fjarlægður úr flugvél. Fyrrum léttvigtarmeistarinn var beðinn um að skipta um sæti í vélinni þar sem flugþernan mat það svo að honum væri ekki treystandi til að veita aðstoð ef að neyð bæri að.
Myndbrotið má sjá hér:
Khabib birti færstu á X þar sem hann segir sína hlið á málinu.
Í kjölfarið hófst rannsókn á málinu þar sem Council on American-Islamic Relations (CAIR) athugar hvort um fordóma hafi verið að ræða og hvort brottreksturinn hafi orðið til vegna trúarbragða.