spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxKlúbbamót HFH var haldið á laugardaginn (Skýrsla).

Klúbbamót HFH var haldið á laugardaginn (Skýrsla).

Tristan Styff vs. Brynjar Máni – Tæknileikur 

Kynnir kvöldsins var nýbúinn að útskýra nýjar reglur í kringum Tæknileik, sem felur í sér áherslu á flott högg og tækni. Þessi bardagi fór af stað alveg eftir bókinni. Tristan og Brynjar eru ekki að boxa til að meiða og sýna flotta og tæknilega 1-2 takta ásamt höfuð hreyfingum og fínum hreyfingum um hringinn. Þeir koma svo inn með aðeins meiri krafti í 2.lotu. Fleiri krókar, ennþá meiri hreyfingar og level changes. Strákarnir voru sjáanlega reynslunni ríkari eftir fyrstu lotu. En það var Tristan sem sigraði viðureignina eftir flotta frammistöðu. Hann á skilið sérstakt hrós fyrir flottar fléttur, hreyfingar og vit fyrir því að halda miðjum hringnum. 

Elvar Águst vs. Sindri Þór – Tæknileikur 

Ekki mikið um dans í hringnum til að byrja með og hvorugir drengjanna voru hræddir við að taka í gikkinn og láta höggin flæða. Sindri Þór sýnir eitraða vinstri stungu snemma í bardaganum sem hittir vel allan út bardagann. Elvar vex vel inn í bardagann eftir að hafa byrjað örlítið hægar. Það færist smá hiti í viðureignina og þurfti dómarinn að telja yfir Sindra þór eftir að Elvar dritar í hann 1-2 fléttum. Heilt yfir voru þetta hnífjafnar lotur.

Davið Karlsson vs. Gabríel Alexandru – Tæknileikur 

Gabríel sér um að halda uppi pressunni og stjórnar taktinum í bardaganum með því að stíga mikið áfram og sýna frumkvæði. Gabríel sýnir einstaklega skemmtilega boxtakta og mjög persónubundinn stíl með því hvernig hann hreyfir sig og úr fjarlægð. Gabríel byrjar 2.lotu vel en það dregur úr honum undir lokinn. Davíð pressar til baka og á tækifæri til þess að taka yfir lotuna. Veikleikar Gabríels að boxa á aftari fætinum og undir pressur verða sýnilegir. Í 3.lotu er Gabríel sjáanlega þreyttari keppandinn. Davíð gerir vel að nota vinstri stunguna sína og verst mjög þétt þegar Gabríel sækir og hreyfir hann sig vel þess á milli. Sigur í rautt horn.

Árni Dan (ÆSIR) vs. Ágúst Hrafn (HFH) – 46 U15 

Hérna má ekki láta aldurinn blekkja, þetta var ágætis augnakonfekt! 

Báðir keppendur sýna andstæðingnum sínum mikla virðingu til að byrja með. Svo ákveða þeir að hleypa af byssunum á sama tíma sem endar með talningu yfir Árna Dan. Lok annara lotu endar með sprengju sem hálf tryllir salinn! Árni Dan kemur sterkur út í 3 lotu og er mættur til að stunda viðskipti! Hann nær Ágústi upp við kaðlana og sýnir flotta fléttur allavegana þrisvar sinnum! Þannig heldur bardaginn áfram á meðan Árni Dan gefur allt sem hann gat í bardagann, það er eiginlega bara einn maður í hringnum í 3.lotu! Þrátt fyrir flottan lokasprett þá fer sigurinn fer í blátt horn. Ágúst var fyrr í gang og Árni Dan sýndi hvað gat aðeins of seint.

Þorgeir Nói (ÆSIR) vs. Viktor Orri (HAK) -60 U17 

Þorgeir byrjar með miklum krafti og sýnir kraftinn í höndunum snemma og finnur Viktor með vinstri krók. Viktor byrjar aðeins hægar en vex vel inn í bardagann og sýnir að hann er ekki síðri keppandinn. Í 2.lotu byrjar Viktor lotuna með góðum cross, heldur pressu og sýnir frumkvæði. Þorgeir Nói svarar með því að lenda til baka tekur í taumana á bardaganum. 5-6 3-4  flétta hans Þorgeirs er svakaleg! Diljá væri stolt að sjá hann því drengurinn er með p-p-p-power í höndunum! Þorgeir Nói hreyfir sig vel upp og niður og fléttar fallega. Þegar líður á 3.lotu virðist Þorgeir alltaf vera einu skref á undan Viktori sem vill samt ekki láta vaða yfir sig. Geggjaður bardagi og báðir keppendur ganga stoltir úr hringnum. En sigurinn fer til Þorgeirs í rautt horn.

Kolbeinn Nói (HFH) vs. Sölvi Steinn (HFK) -80 U19 

Bardaginn byrjar með hröðum takti og virðist sem svo að báðir keppendur ætli að stjórna bardaganum og það er gott sem ekkert er gefið eftir. Hæðin hans Kolbeins gerir þetta að erfiðum bardaga fyrir Sölva Stein sem gerir vel í að reyna að leysa þessa erfiðu þraut sem Kolbeinn er. Kolbeinn verður hlédrægur um miðja aðra lotu og Sölvi tekur yfir, en Kolbeinn byrjar að sækja aftur með góðum árangri. Það fer honum betur að sækja og eiga frumkvæði frekar en að boxa eftir taktinum hans Sölva. Báðir drengir sýna hrikalega flotta takta á köflum. Kolbeinn virtist finnast hann sjálfur þurfa að gera meira í lokinn ef hann vildi fá sigur. Ómögulegt að segja hver stóð sig betur! – En niðurstaðan er klofin ákvörðun til Kolbeins í rautt horn. 

Ríkharður Dan – Daníel Artur. – 80kg 

ÞAÐ ER POWER Í DAN-ANUM! Ríkharður Dan byrjar svakalega vel og eftir rúmar 10 sek þarf að telja yfir Daníel Artúr sem var nálægt því að vera sleginn í rot. Svakalega flottar hreyfingar hjá Ríkharði Dan en hann virtist líka vera eyða mikilli orku snemma í bardaganum. Ríkharður stígur aðeins af bensíngjöfinni og þá gefur Daníel í á móti og lendir nokkrum mjög þungum höggum á Ríkharð. Svo tekur Ríkharður við…en Daníel vill ekki vera skilinn eftir í rykinu og svarar fyrir sig! Þetta er geggjaður bardagi!  

Bumb 3 – cross fléttan hans Ríkharðs er eitruð og lendir vel snemma í 2.lotu. Í hvert skipti sem annar þeirra lendir þá er eins og þeir sturlist báðir og reyna að drepa hvorn annan í kjölfarið. Þetta er klárlega bardagi kvöldsins hingað til.  Í lokin á annarri lotu eru báðir keppendur þreyttir. Daníel Artúr boxar eftir “Drunken Monkey” stílnum síðustu sekúndurnar á 2.lotu, en þegar þú hélst að hann ætti ekkert eftir þá hendir hann í nokkrar fléttur til að vinna lotuna. Eða reyna það allavegana. 

Ríkharður byrjar með svaka cross sem lendir, en Daníel svarar með því að lenda 3x fjörkum. Þeir eru báðir alveg búnir á því en hvorugur vill gefa sig. Hendurnar hans Daníels fóru að síga lágt niður sem gerir vinnuna auðveldari fyrir Ríkharð. Það er minni kraftur í höggunum þeirra undir lokinn og allt er skilið eftir í hringnum!  

GOD I LOVE THIS SPORT! 

Sigur fór til Ríkharðs í rauða hornið.

Tristan Smári (HFH) Vs. Finn Stackhouse (HFH). -80 u19 

Spennufall í salnum eftir síðasta bardaga. Finn byrjar vel með því að lenda jab jab body-hook á hægri. Mun vinalegri bardagi en sá sem var á undan. Mjög tæknileg viðureign þar sem báðir aðilar sýna flottar hreyfingar. Finn sýnir örlitið meira frumkvæði og fléttar saman fleiri höggum og oftar. Tristan verður örlitið ragari fyrir vikið. Finn er eiginlega kominn á sjálfsstýringu í lok 2. lotu og þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af neinu frá Tristan. Í 3.lotu hinsvegar er Tristan byrjaður að finna sig! Hann þéttir vörnina og sækir fallega eftir höggin hans Finns. Finn tekur yfir bardagann aftur þegar Tristan missir þéttleikann. Finn lendir léttum höggum sem setja upp snyrtilegan fjarka sem lendur flush á Tristan, sem endar á bakfætinum í kjölfarið.  

Sigurvergarinn er Finn í bláa horninu.

 

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular