Kolbeinn Kristinsson er kominn heim aftur eftir vel heppnaða æfingarferð til Þýskalands þar sem hann dvaldi yfir áramót í herbúðum Agit Kabayel sem berst í kvöld. Agit er í þriðja sæti á styrkleikalistanum yfir bestu þungavigtarkappa í heiminum í dag og var Kolbeini flogið yfir til Þýskalands til að aðstoða Agit í undirbúningnum fyrir titilbardagann gegn Damian Knyba.
Agit mun berjast verja WBC Interim World Heavyweight beltið sitt í kvöld á stærsta hnefaleikakvöldi Þýskalands í 10 ár. Mikil spenna er fyrir bardaganum enda er Agit talinn einn allra efnilegasti í heiminum og margir sem hafa neitað að berjast við hann þar til hann varð WBC meistari.
Í samtali við MMA Fréttir segir Kolbeinn að hann hafi upprunalega átt að vera með Agit yfir allt undirbúningstímabilið en hann hafi svo ákveðið að vera í viku. Það er erfitt að vera frá fjölskyldunni yfir hátíðarnar en Kolli eyddi áramótunum með fjölskyldunni í gegnum messenger-símtal.
„Sýnir bara hvar ég stend.“
Kolbeinn sparraði tvisvar við ríkjandi meistara og gekk vel. Upprunalega hugmyndin var að Kolbeinn myndi taka fleiri lotur gegn meistaranum en í seinna sparrinu lenti Kolbeinn góðu höggi sem varð til þess að Agit fékk glóðarauga og miklar bólgur í kjölfarið. Þjálfari Agit ákvað að láta Kolbein ekki berjast fleiri æfingalotur gegn Agit sem var illa farinn eftir Kolbein þrátt fyrir að okkar maður hafi notað 18oz æfingarhanska.
Kolbeinn var tiltölulega nýkominn af sófanum eins og hann segir. Hann leyfði sér að slaka á eftir bardagann gegn Pedro Martinez sem endaði með glæsilegum KO sigri Kollai í annarri lotu. Kolbeinn bíður enn eftir tækifærinu til að mæta þeim bestu í hringnum en fammristaðan hans á æfingu gegn





