spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxKolbeinn og Mika munu ekki mætast um helgina.

Kolbeinn og Mika munu ekki mætast um helgina.

Kolbeinn Kristinsson og Mika Mielonen munu ekki mætast í hringnum á laugardaginn kemur eins og stóð til. Bardaginn átti að fara fram í sumarbænum Savonlinna, rétt við landamæri Rússlands, en mótshaldarinn hefur núna ákveðið að fresta bardaganum og hafa sýninguna í Helsinki rúmum mánuði seinna.

MMA Fréttir hafa fylgst grant með Kolla “The Icebear” í undirbúningnum fyrir bardagann, enda má búast við því að þessi bardagi muni valda vatnaskilum í ferlinum hans Kolbeins. Sigur í bardaganum myndi fleyta Kolla upp í 80 sæti yfir öflugustu þungavigtarmenn í hnefaleikaheiminum í dag.

Undirbúningurinn gékk vel og var Kolli á mun betri stað en þjálfarateymið átti von á þegar tvær vikur voru í bardagann. 8 dögum fyrir bardaga fékk Kolli fréttir af því að búið væri að fresta bardaganum.

Var þá ákveðið að leita eftir nýjum andstæðingi, á nýjum stað og á svipuðum tíma til að halda Kolla beyttum og láta ekki hrikalega góðan undirbúning fara í vaskinn. En eins og staðan er núna lítur allt út fyrir að Kolli muni ekki finna sér nýjan andstæðing í millitíðinni og mæta Mika í september í Helsinki – Það á ennþá eftir að færa blek á blað og staðfesta viðureignina, en umræðurnar ganga vel.

Kolli fór yfir aðdragandann með MMA Fréttum í síðasta þætti af Leiðin að búrinu.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular