spot_img
Wednesday, December 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxKynnum til leiks aðalleikarana í hnefaleikabardaga aldarinnar

Kynnum til leiks aðalleikarana í hnefaleikabardaga aldarinnar

Oleksandr Usyk berst við Tyson Fury næstu helgi en um aðra viðureign þeirra er að ræða þar sem Usyk sigraði þá fyrri í maí síðastliðnum þegar Usyk var krýndur óumdeildur þungavigtarmeistari í hnefaleikum. Bardaginn verður sýndur beint á Minigarðinum, heimavelli bardagaíþrótta á Íslandi og hvetjum við lesendur að líta við og njóta þessarar veislu með okkur.

Hver er Oleksandr Usyk

Oleksandr Usyk er fæddur 17. janúar 1987 og er því 37 ára gamall en hann er fæddur og uppalinn í Úkraínu. Í aðdraganda fyrri bardaga þeirra í maí var hæðarmunur þeirra Usyk og Fury mikið til umræðu og talað um að Usyk væri of lágvaxinn fyrir nútíma þungavigtarmenn en Usyk er þó um 192 cm á hæð.

Hraðferð um feril Usyk

Usyk á langan og glæstan feril að baki í hnefaleikum en fyrir þann tíma stundaði hann knattspyrnu en árið 2002, þá 15 ára, byrjaði hnefaleikaævintýri Usyk. Áhugamannaferill Usyk var hreint út sagt stórkostlegur en hnefaleikamenn frá Austur-Evrópu berjast alla jafna marga bardaga í áhugamannadeild áður en þeir verða atvinnumenn. Usyk barðist um 350 bardaga sem áhugamaður, þar af sigraði hann 335 bardaga en tapaði aðeins 15. Á áhugamannaferli sínum hefur Usyk sigrað heimsmeistaramót og gull á Ólympíuleikum svo eitthvað sé nefnt.

Það tók Usyk tíu ár frá því að hann byrjaði að æfa hnefaleika þar til hann tók fyrsta atvinnubardaga sinn árið 2013. Usyk hefur frá þeim tíma átt frábæran feril þar sem hann hefur barist 22 bardaga og sigrað þá alla. Þá var Usyk handhafi heimsmeistaratitla í tveimur þyngdarflokkum en hann barðist í Cruserweight áður en hann færði sig í þungavigtina og var hann óumdeildur heimsmeistari í Cruserweight þyngdarflokknum en Evander Holyfield er síðasti maðurinn til að afreka það í þeim þyngdarflokk. Í maí síðastliðnum þegar Usyk sigraði Tyson Fury og var hann þá handhafi allra titlanna í þungavigtinni í einhvern tíma en IBF-titillinn var tekinn af honum þar sem hann gat ekki barist við áskoranda númer eitt í IBF deildinni þar sem hann var bundinn við að berjast við Tyson Fury.

Hnefaleikastíll Usyk

Hnefaleikastíll Usyk gengur fyrst og fremst út á nákvæm högg sem hann slær í fléttum þar sem hann kýs að slá fleiri létt og nákvæm högg fremur en að hlaða miklum krafti í hvert högg. Usyk er með afburðar fótaburð sem hann notar óspart með nákvæmum fléttum sínum þar sem hann slær fléttu, skiptir um sjónarhorn á mótherjann, slær aðra fléttu og með þessu keyrir hann út andstæðinga sína og gefur þeim lítið færi á því að svara. Það krefst mikillar orku að berjast við hnefaleikamann eins og Usyk sem sjálfur er með mjög gott þol. Usyk á sér marga kosti í hringnum en hans beittustu vopn eru líklega aðlögunarhæfin hans í hringnum og í bardagagreind hans eru óviðjafnanleg sem hann sýndi vel í fyrri bardaga þeirra Fury.

Leiðin hans Usyk að sigri er að nota fléttur og fótaburð til að koma sér frá sterku höggnum hans Fury. Slá Fury mikið í skrokkinn og þannig þreyta Fury og auka svo hraðann þegar líður á bardagann.

Hver er Tyson Fury

Tyson Fury er öllu þekktari stærð en Oleksandr Usyk enda hefur Fury verið mikið milli tannanna á aðdáendum hnefaleika fyrir hæfileika sína sem hnefaleikamaður en einnig fyrir líkamlegt atvik sitt og samband sitt við eiginkonu sína. Tyson Fury er fæddur 12. ágúst 1988 og er hann því 35 ára gamall. Fjölskylda Fury eru ferðafólk eða Travelers sem er sérsamfélag sem oftar en ekki er kennt við sígauna og er oft litið niður til þessa hóps á Englandi. Eitt af því sem enskir travelers eru þekktir fyrir eru hnefaleikakeppnir sem þeir halda og þykja hnefaleikamenn sem koma frá álíka samfélögum harðir menn sem gefist aldrei upp. Í fjölskyldu Fury er hefð fyrir bardagamönnum en faðir Tyson Fury, Jhon Fury, var hnefaleikamaður og þá er yngri bróðir hans einnig hnefaleikamaður, Tommy Fury, sem sigraði Jake Paul hérna um árið.

Hraðferð um feril Tyson Fury

Tyson Fury hefur átt viðburðarríkan feril og hafa andleg veikindi skorist í leikinn sem varð næstum til þess að Fury hætti í hnefaleikum eftir að hann sigraði Wladimir Klitschko árið 2015 en Fury vann þar WBO/WBA og IBF titil í þungavigt. Eins og komið hefur fram átti Fury við andleg veikindi að stríða í kjölfar þess bardaga og var þá einnig í fíkniefnaneyslu og orðinn rúm 300 kg þegar botninum var náð. Saga Fury er ótrúleg frá þeim tíma en hann reif sig upp og náði að endurheimta WBC titilinn af Deontay Wilder en þeir áttust við í skemmtilegum þríleik. Fury keppti þá einnig við MMA-bardagamanninn Francis Ngannou þar sem Fury sigraði með öllu minni yfirburðum en hann hefði átt að gera áður en hann keppti við Oleksandr Usyk í maí síðastliðnum. Fury hefur aðeins einu sinni tapað á atvinnumannaferli sínum og var það einmitt gegn Usyk fyrr á þessu ári og hefur Fury þess harm að hefna og vill ólmur taka núllið af Usyk, þ.e. færa honum fyrsta tapið á atvinnumannaferli Usyk.

Hnefaleikastíll Tyson Fury

Tyson Fury er mjög hávaxinn maður en hann er skráður sem tæpir 210 cm eða 6 feet 9 inces í Bandaríkjunum. Tyson Fury blandar saman mikilli hæð og faðmlegnd með flottum fótaburði sem gerir hann að erfiðum andstæðing sem yfirleitt nær að slá andstæðing sinn þegar andstæðingur hans nær ekki til hans.

Fury er með fjölbreyttan og óútreiknanlegan höggstíl en hann er með skrítinn takt í höggunum sínum sem mótherjar hans eiga oft erfitt með að tímasetja og gerir enn erfiðara fyrir andstæðinga hans að komast í færi á að lenda höggum án þess að fá högg á sig. Fótavinna Fury er ótrúlega góð miðað við hæð hans og hann er léttur á fætum sem kemur flestum mótherjum hans á óvart. Fury spilar mikla hugarleiki, hann talar mikið á fréttamannafundum og er oftar en ekki búinn að planta sér í höfuð andstæðingsins.

Ætli Fury að sigra bardagann þarf hann að ná frumkvæðinu snemma og hann verður að pressa Usyk reyna að festa hann í köðlunum þar sem Fury getur stjórnað fjarlægðinni algerlega eftir sínu höfði. Fury þarf að einbeita sér frekar að fjölda högga en höggþyngd og velja sterku höggin sín vel. Þá hefur Fury verið þekktur fyrir að þreyta andstæðinga sína mikið með því að leggja þyngd sína á þá í faðmlögum og þarf Fury að ná því fram ef hann ætlar að koma í veg fyrir að Usyk verði með fullan bensíntank í seinni hluta bardagans.

Flestir áhugamenn um hnefaleika halda ekki vatni yfir þessum bardaga og telja niður mínúturnar þangað til þessir frábæru hnefaleikamenn stíga í hringinn. Bardaginn verður aðsjálfsögðu sýndur beint í Minigarðinum frá klukkan 20, heimavelli bardagaíþrótta á Íslandi.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular