Buckley og Covington áttu síðasta UFC-bardaga ársins þegar þeir mættust í aðalbardaga Tampa-kvöldsins.
Buckley byrjaði vel og átti fyrstu lotu. Hann stöðvaði tvær takedown-tilraunir frá Colby og sýndi mikla yfirborði standandi. Buckley tókst að gera skurð undir hægra augað hans Colby og lenti nokkrum þungum hægrihandar höggum á Colby og endaði lotuna þar sem Colby lá með bakið í gólfinu.
Í annarri lotu tekst Colby að tryggja takedown þegar 3 mínútur eru eftir af lotunni. Buckley tókst að standa upp eftir að hafa tekið við mjög lítilli refsingu frá Covington í gólfinu. Buckley hélt svo áfram að sýna yfirburði standandi og byrjaði augað hans Colby að líta illa út. Colby fékk að lokum aðvörun frá lækninum rétt áður en þriðja lotan byrjaði.
Buckley lendir góðum höggum og Colby, sem virkaði alveg bugaður. Colby leggst í gólfið og Buckley fer í half-guard-stöðuna og svo auðveldlega í mount. Hann hefur ekki áhuga á að spila í gólfinu gegn Colby og hleypur honum aftur upp. En þegar líður á lotuna og um hálf mínúta er eftir ákveður dómarinn að gera hlé á bardaganum og leyfa lækninum að skoða augað á Covington. Læknirinn leyfir bardaganum ekki að halda áfram. Niðurstaðan er Doctor Stoppage-sigur fyrir Buckley.