spot_img
Thursday, January 9, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentLeon Edwards í aðalbardaga á UFC London í mars

Leon Edwards í aðalbardaga á UFC London í mars

Fyrrverandi UFC veltivigtarmeistarinn Leon Edwards var í viðtali við DAZN nýlega þar sem hann greindi frá því að hann muni berjast í aðalbardaga kvöldsins á UFC Fight Night í London 22. mars nk. en nefndi ekki neinn ákveðinn andstæðing.

Edwards missti beltið sitt yfir til Belal Muhammad fyrr á þessu ári tæpum 2 árum eftir að hann varð sjálfur meistari með hásparkinu fræga sem rotaði Kamaru Usman.
Það stóð til að Belal myndi verja beltið sitt gegn Shavkat Rakhmonov næstu helgi en Belal þurfti að draga sig úr þeim bardaga. Ian Garry steig upp til að taka bardaga við Shavkat og mun þá sigurvegari þeirrar viðureignar mæta Belal fyrir titilinn í næsta bardaga en bæði Garry og Rakhmonov eru ósigraðir.

Leon Edwards er sem stendur skráður sem fyrsti titiláskorandi á styrkleikalista veltivigtarinnar og beint á eftir honum kemur Kamaru Usman. Þeir hafa mæst 3 sinnum og ólíklegt að þeir verði látnir gera það aftur. Nöfnin á topp 10 sem eru ekki með skráðan bardaga framundan eru Sean Brady, Jack Della Maddalena, Gilbert Burns og Stephen Thompson og gætu allir þessir menn gefið Edwards góðan bardaga.

Það verður spennandi að sjá hver verður fyrir valinu og jafnframt hverjir aðrir munu berjast þetta kvöld. England og hinar Bretlandseyjaþjóðirnar eiga nokkrar rísandi stjörnur innan UFC og eflaust margir af þeim spenntir fyrir því að berjast heima fyrir og ekki um miðja nótt eins og síðast.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið