spot_img
Wednesday, December 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMike Perry handtekinn

Mike Perry handtekinn

Ólíkindatólið Mike Perry kom sér í vandræði þegar hann var handtekinn fyrir akstur undir áhrifum áfengis. Samskipti Perry við lögreglu voru að sjálfsögðu tekin upp í líkamsmyndavélar lögreglumanna sem áttu samskipti við Perry og hefur upptaka af þeim samskiptum verið birt. Á upptökunni má sjá Perry vera ágengan og dónalegan við lögreglu en hann stoppar ekki þar heldur lét hann ítrekað frá sér fordómafulla orðræðu í garð samkynhneigðra með því að kalla lögreglu ítrekað fordómafullu uppnefni.

Mike Perry gaf frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að ummæli hans hafi sýnt af sér mikla óvirðingu og séu óviðeigandi. Kemur fram að hann skilji að orð geti sært og að hann sjái mikið eftir gjörðum sínum og orðum. Kemur fram að hann skilji að starf löggæsluaðila sé flókið og erfitt og að þeirra verkefni sé fyrst og fremst að halda samfélaginu öruggu. Kemur þá fram að hegðun hans sé óviðunandi og að hann muni sjá til þess að hann muni ekki sýna af sér álíka hegðun aftur.

Mike Perry er einn besti ef ekki besti bardgamaður í heimi þegar barist er með berum hnúum en hann hefur verið óstöðvandi í BKFC bardagasamtökunum en hann hefur ekki barist frá því að hann tapaði fyrir Jake Paul í hnefaleikum í júlí.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular