spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxMike Tyson gefur Jake Paul kynnhest eftir vigtun (myndband)

Mike Tyson gefur Jake Paul kynnhest eftir vigtun (myndband)

Mike Tyson og Jake Paul stigu á vigtina í gær, fimmtudag, og í kjölfarið stigu þar sem þeir mættust augliti til auglitis (e. face off). Það er óhætt að segja að það sé kominn hiti í þessa tvo en Mike Tyson var ekki fyrr kominn fyrir framan Jake Paul en hann matreiddi snöggan kynnhest sem smellhittir Jake Paul. Ekkert hefur komið opinberlega fram varðandi ástæðuna fyrir því að Mike Tyson sló Jake Paul en þegar myndbandið er skoðað sést vel að Jake Paul stígur á tærnar á Mike Tyson og í sömu andrá slær Tyson frá sér. Menn hafa sloppið við kynnhest fyrir meiri sakir en Tyson er komin í bardagaham og er talsvert ólíkur hinum ljúfa Mike Tyson sem aðdáendur hafa fengið að venjast síðustu ár.

Strax í kjölfar þessarar atburðarásar spyr Ariel Helwani Mike Tyson hvers vegna hann slær Jake Paul en Mike Tyson svarar því að þeir séu búnir að tala og gekk af sviðinu. Helwani spyr þá Jake Paul hvernig tilfinningin sé eftir að hafa fundið fyrir krafti Mike Tyson. Jake Paul þótti lítið til hans koma, sagðist ekki hafa fundið fyrir högginu og bætir við að nú sé þetta persónulegt, hann ætli að rota Mike Tyson og lokar viðtalinu með því að segja, hann þarf að deyja.

Bardagi þeirra Mike Tyson og Jake Paul er sýndur beint á Netflix en annar bardagi á kvöldinu sem fellur í skuggann á Tyson og Paul en það er endurtekin viðureign þeirra Katie Taylor og Amanda Serrano. Síðasta viðureign þeirra fór fram árið 2022 og var talin einn af betri hnefaleikabardögum þess árs en þær eru að berjast um að vera óumdeilanlega besta hnefaleika kona í ofur léttvigtinni (e. super light weight). Taylor sigraði þá viðureign með dómaraúrskurði en Serrano átti sín augnablik og var Taylor í miklum vandræðum um miðbik bardagans. Áhugamenn um hnefaleika telja þennan bardaga vera einn af stærstu bardögum ársins og hafa einhverjir kallað þetta aðalbardaga kvöldsins og vísað til viðureignar Jake Paul og Mike Tyson sem auka show þegar alvöru hnefaleikabardögunum er lokið. Höfundur getur þó ekki tekið undir það sjónarmið sjálfur þar sem hann heldur ekki vatni yfir bardaga Pauls og Tyson þó að líklega verði besti bardagi kvöldsins viðureign þeirra Katie Taylor og Amanda Serrano.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular