Mingyang Zhang og Anthony Smith mættust í co-main bardaga UFC Kansas City rétt í þessu í bardaga sem yrði sá síðasti á löngum ferli Anthony Smith. Smith endar ferilinn því miður allur út í blóði og tekinn út í fyrstu lotu.
Mingyang Zhang sýndi mjög góða takta. Hann lenti olnboga sem skar Smith illa á enninu. Smith reyndi slæmar fellutilraunir og endaði á að verða fyrir mjög mörgum höggum í gólfinu áður en dómarinn stöðvaði bardagann.
UFC sýndu myndband tileinkað honum og hans ferli til að kveðja hann í síðasta skipti en hann var að berjast sinn 25. UFC bardaga í kvöld. Anthony Smith var fullur þakklætis, sagði: “I did that shit” og lagði hanskana frá sér í búrinu.