spot_img
Wednesday, November 27, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeÍslenskir bardagamenn erlendisMjölnir sendir fjóra bardagamenn í víking að berjast á Englandi

Mjölnir sendir fjóra bardagamenn í víking að berjast á Englandi

Það er heldur betur veisla fram undan næstu vikurnar fyrir aðdáendur bardagaíþrótta á Íslandi en næstu helgi eru Mjölnir að senda fjóra bráðefnilega bardagamenn sem berjast á bardagakvöldi Battle Arena í Englandi.

Í aðalhluta kvöldsins berst Mikael Leó Aclipen en hann er bardagamaður sem allir aðdáendur bardagaíþrótta hér á landi ættu að þekkja. Mikael sigraði einn bardaga og tapaði öðrum á Norðurlandamóti nýverið. Mikael keppir á móti enskum bardagamanni sem heitir Brogan White og munu þeir keppa um ofurléttvigtartitil áhugamanna hjá Battle Arena.

Steinar Bergsson er einnig að berjast á sama kvöldi en hann er gestur Fimmtu Lotunnar í þætti sem gefinn verður út 27. nóvember næstkomandi þar sem meðal annars var rætt bardaga hans gegn Sami Noor en samkvæmt Tapology eru báðir bardagamenn að þreyta frumraun sína í blönduðum bardagalistum og berjast þeir í léttvigt. Viktor Gunnarsson á þá bardaga gegn bardagamanni sem heitir Choudary í bantamvigt en takmarkaðar upplýsingar er að finna á Tapology um Choudary en Viktor hefur barist fjórum sinnum og af þeim bardögum sigrað þrjá.

Fyrsti íslenski bardagamaður kvöldsins er Anton Smári Hrafnhildarson en hann er að þreyta frumraun sína í blönduðum bardagalistum. Hann keppti í hnefaleikum á Icebox 2023 þar sem hann sýndi flotta takta og sigraði andstæðing sinn. Anton keppir við Pete Ndubuisi í weltervigt en einnig eru litlar upplýsingar um andstæðing Antons á Tapology.

Fréttamaður MMA Frétta mun fylgja Mjölnisstrákunum út og færir að sjálfsögðu reglulegar fréttir af framgangi mála ásamt því að tekin verða viðtöl og annað efni og birt á miðlum MMA Frétta og Fimmtu Lotunnar.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular