spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaNokkrar ástæður til að horfa á UFC: Henderson vs. Thatch

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC: Henderson vs. Thatch

HEND-v-That_1920x1080_HORIZAnnað kvöld fer fram UFC Fight Night þar sem þeir Ben Henderson og Brandon Thatch mætast í aðalbardaga kvöldsins. Það eru nokkrir áhugaverðir bardagar og hér að neðan teljum við upp nokkrar ástæður til að fylgjast með á laugardagskvöldið.

Þetta bardagakvöld hefur liðið talsvert vegna meiðsla. Upprunalega átti Tarec Saffiedine að mæta Matt Brown í aðalbardaga kvöldsins, en eftir að Saffiedine meiddist var hætt við þann bardaga og Matt Brown færður yfir á UFC 185 til að mæta Johny Hendricks.

  • Brandon Thatch snýr aftur eftir árshlé: Thatch hefur aðeins keppt tvisvar í UFC en hefur þrátt fyrir það stimplað sig inn sem spennandi bardagamaður í samtökunum. Báðum bardögum hans í UFC hafa lokið eftir spörk og hné í fyrstu lotu en það er einn af hans helstu styrkleikum. Það hefur þó ekki reynt sérlega mikið á glímuhæfileika hans en við gætum fengið að sjá hvað í honum býr á þeim vettvangi annað kvöld. Sigur gegn Henderson væri risastór fjöður í hatt Thatch en hann er töluvert skref uppávið frá fyrri andstæðingum.
  • Benson Henderson keppir í fyrsta sinn í veltivigt: Fyrrum léttvigtarmeistarinn Benson Henderson er á skrítnum stað. Fæstir efast um að hann sé einn af topp bardagaköppunum í léttvigtinni en nú hefur hann tapað tvisvar í röð, og er þar að auki með tvö töp á ferilsskránni gegn ríkjandi meistara Anthony Pettis. Henderson ákvað því að færa sig upp í veltivigtina og mætir talsvert stærri og faðmlengri andstæðingi í fyrsta bardaga. Henderson hefur ekki reitt sig mikið á glímuhæfileikana undanfarið en það gæti breyst í þessum bardaga. Það verður fróðlegt að sjá hvort Henderson takist að koma upp um veikleika í gólfglímunni hjá Thatch eða hvort faðmlengdin verði honum um of. 11 cm faðmlengdarmunur er á þessum tveim köppum.
  • Max Holloway keppir við Cole Miller: Max Holloway er alltaf spennandi og kláraði alla fjóra bardaga sína árið 2014 – þrjá með rothöggi og einn með uppgjafartaki. Hann mætir Cole Miller sem er með sjö sigra eftir uppgjafartök í UFC.
  • Framtíðin í fluguvigtinni? Það eru margir sem spá því að Ray Borg eigi eftir að láta til sín taka í fluguvigtinni í náinni framtíð. Borg er aðeins 21 árs gamall og hefur litið vel út í báðum UFC bardögum sínum. Eftir naumt tap í fyrsta bardaga sigraði hann Shane Howell í júní og tekst á við Chris Kelades annað kvöld. Þeir Zack Makovsky og Tim Elliot eigast einnig við í fluguvigtinni annað kvöld og miðað við ástandið í þyngdarflokknum núna er líklegt að annar hvor þeirra fái titilbardaga fljótlega.
  • Fylgstu með: Jim Alers og Chas Skelly eigast við í skemmtilegum fjaðurvigtarbardaga. Báðir þykja mjög efnilegir og skemmtilegir bardagamenn. Alers barðist lengi vel í Cage Warriors samtökunum þar sem hann átti að berjast við Conor McGregor um fjaðurvigtartitilinn. Alers meiddist hins vegar skömmu fyrir bardagann. Af 13 sigrum Alers hafa níu komið eftir uppgjafartök og tveir eftir rothögg.
spot_img
spot_img
spot_img
Guttormur Árni Ársælsson
Guttormur Árni Ársælsson
-Pistlahöfundur -Fjólublátt belti í BJJ -Lýsi UFC á Viaplay þegar Pétur hefur eitthvað merkilegra að gera
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular