spot_img
Thursday, December 26, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentPetr Yan kallar eftir titilbardaga eftir flotta frammistöðu á UFC fight night...

Petr Yan kallar eftir titilbardaga eftir flotta frammistöðu á UFC fight night í Kína

UFC fight night 248 fór fram um helgina og er af nægu að taka. Það mátti sjá glæsileg rothögg, óvænt úrslit og línur fóru að skírast í bantavigtartitil umræðunni.

Í aðalbardaga kvöldsins áttust við Petr Yan og Deiveson Figueiredo en fyrir bardagann hafði Figueiredo sagst ætla að taka Yan í gólfið í fyrstu lotu og ná uppgjafartaki. Annað kom á daginn og Petr Yan sýndi fram á mikla bardagagreind og sá við flestu sem Figueiredo kastaði til hans hvort sem það var í gólfinu eða á fótum. Figueiredo náði fellu í fyrstu lotu en Yan náði að snúa stöðunni og skila höggum í jörðinni áður en lotan kláraðist og þeir gengu hvor í sín horn. Í annarri lotu var Yan byrjaður að finna taktinn, felluvörnin hans var sterk og báðir voru að hitta sterkum höggum en tímasetningarnar hjá Yan og fjarlægðarstjórnun gerðu það að verkum að hann stýrði oft og tíðum bardaganum. Yan náði svo fallegri fellu í lok lotunnar (sjá myndband að neðan).

Það mætti segja að þetta hafi verið saga bardagans. Yan var ívið sterkari og Figueiredo byrjaði að þreytast í þriðju lotu. Yan sigraði bardagann á einróma dómaraákvörðun og sagði í viðtali eftir bardagann að hann vildi berjast næst við Merab Dvalishvili sem er bantamvigtarmeistari UFC.

Yan Xiaonan barðist við Tabatha Ricci þar sem Xiaonan sýndi mikla yfirburði á fótum og var Ricci í miklum vandræðum allan bardagann. Xiaonan sýndi sterka felluvörn og hefur greinilega unnið í glímunni sinni frá því að hún barðist við Weili Zhang um strávigtartitil UFC. Heimamaðurinn Song Kenan barðist við Muslim Salikhov en Salikhov kláraði bardagann með glæsilegu spinning wheelkick í höfuðið á Kenan sem steinrotaðist. Salikhov fékk þá verðskuldaðan frammistöðubónus.

Þá fékk Gabriella Fernandes einnig frammistöðubónus þegar hún sigraði Wang Cong með rear naked choke eftir að hafa slegið hana niður í annarri lotu. Fyrir bardagann þótti Cong sigurstranglegri og hafa hlutabréf Fernandes hækkað töluvert við þennan sigur.

Carlos Ulber sigraði Volkan Oezdemir með einróma dómaraákvörðun eftir jafnan bardaga. Zhang Mingyang fékk frammistöðubónus þegar hann stöðvaði Ozzy Dias í fyrstu lotu, Mingyang sló Dias niður með sterkri stungu og fylgdi á eftir þar til dómarinn stöðvaði bardagann.

Á prelims hluta kvöldsins má helst nefna að heimamaðurinn Dunghun Choi sigraði Kiru Sahota með rothöggi í fyrstu lotu.

Shi Ming fékk einnig frammistöðubónus þegar hún sigraði Feng Xiaocan með vel tímasettu sparki í höfuðið á Xiaocan.

Það vantaði ekki roghöggin á þessu skemmtilega UFC bardagakvöldi en Xiao Long rotaði Quang Le með sterkri beinni hægri í þriðju lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular