spot_img
Friday, January 10, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentPeyton Talbott skorar á Andrew Tate

Peyton Talbott skorar á Andrew Tate

Peyton Talbott mun berjast gegn Raoni Barcelos á UFC 311 þann 19. janúar næstkomandi. Þegar þeim bardaga er lokið er Talbott að auga bardaga gegn áhrifavaldinum og fyrrum sparkboxmeistaranum Andrew Tate sem hefur verið vinsæll á samfélagsmiðlum undanfarin ár. Það er óhætt að segja að Talbott sé ekki aðdáandi Tate en aðspurður um bardaga við hann sagði Talbott: „Já, keyrum það í gang, ég myndi taka þeim bardaga, hann er andstæðan við mig á allan hátt.

Það er eins og einhver hafi haldið fram hjá honum (Tate) þegar hann var yngri og núna sé hann í krossför gegn konum. Mér þykir hann taka sjálfum sér mjög alvarlega en hann er eitur fyrir menningu karlmanna (masculine culture) sagði Talbott.

Talbott hefur risið hratt upp metorðastigann hjá UFC en á aðeins þremur bardögum hjá samtökunum hefur hann náð að afla sér talsverðra vinsælda. Í síðustu tveimur bardögum fékk hann frammistöðu bónus þegar hann rotaði Cameron Saaiman og Yanis Ghemmouri. Tate sem er þekktastur vegna efnis síns á samfélagsmiðlum hefur reynslu úr sparkboxi, hann hefur sjálfur sagst hafa verið heimsmeistari í greininni en það hafa verið skiptar skoðanir á styrkleika þeirra bardagasamtaka sem hann barðist í. Þá er efni hans á samfélagsmiðlum umdeilt og hefur hann einnig verið ákærður í Rúmeníu fyrir ýmis brot í tengslum við umsvif sín þar í landi, sérstaklega hvað varðar aðferðir hans til að fá konur til að starfa fyrir sig á Only Fans eða álíka síðum. Hvernig sem því líður er Talbott tilbúinn í hliðarverkefni þar sem hann vill setja Tate á sinn stað en Tate hefur ekki barist árum saman og trúlega væri ferli Talbott betur varið í að berjast við bardagamenn innan UFC.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið