spot_img
Wednesday, December 4, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentRobelis Despaigne skrifar undir hjá Karate Combat og berst í desember

Robelis Despaigne skrifar undir hjá Karate Combat og berst í desember

Taekwondo Olympíu-bronsmedalíuhafinn Robelis Despaigne, sem var nýlega látinn fara frá UFC eftir 2 bardaga taphrinu, hefur fundið sér nýjan heimastað í Karate Combat bardagasamtökunum og mun berjast strax í desember.

Despaigne mun berjast á KC51 viðburðinum í Miami, Florida 19. desember en ekkert hefur enn heyrst um hver andstæðingur hans verður.

Það var mikil spenna fyrir komu Despaigne í UFC sem hvarf fljótt þó hann hafi vissulega sigrað á rothöggi eftir 18 sekúndur í sínum fyrsta bardaga. Í næstu tveimur bardögum sem fylgdu var komið upp um veikleika hans og reyndist hann einfaldlega ekki nógu góður mma bardagamaður fyrir samtök á borð við UFC.

Hinn 36 ára gamli Despaigne hefur núna skrifað undir hjá Karate Combat sem gæti hentað honum og hans styrkleikum mjög vel og í raun verið fullkominn staður fyrir hann til að halda áfram sínum bardagaferli. Karate Combat og framkvæmdastjórinn President Awesome eru skiljanlega spennt fyrir nýju viðbótinni og segjast viss um að hann muni færa pittinum eitthvað sem ekki hefur sést þar áður.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular