spot_img
Tuesday, January 27, 2026
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxRonald Bjarki áfram í úrslit gegn Írskum meistara

Ronald Bjarki áfram í úrslit gegn Írskum meistara

Ronald Bjarki Mánason byrjar árið 2026 snemma og af krafti en hann og Davíð Rúnar Bjarnason þjálfarinn hans eru staddir á Algarve í Portúgal, nánar tiltekið á Lagoa svæðinu, þar sem Ronald er að keppa á Algarve Box cup sem hefur verið haldið í þónokkur ár. Mörg þekkt nöfn hafa keppt á mótinu og þar með talið aðilar sem hafa fengið medalíur á bæði ólympíuleikum og öðrum stærstu mótum heims.

Ronald keppir í U19 -50kg flokki og eru þeir 4 í flokknum og allir frá sitthvoru landinu. Í flokknum eru Ítali, Frakki, Íri og svo okkar maður Ronald Bjarki. Ronald eða Ronni keppti í dag gegn Frakkanum Pablo Serrano og hafði mikla yfirburði þrátt fyrir erilsama fyrstu lotu sem hann vann samt 5-0. Ronni gaf aðeins í í annarri lotu og vann hana einnig 5-0 og allir dómarar með 10-8 stigagjöf. Þriðja lota var líka einstefna, lokaniðurstaðan 5-0 með miklum mun.

Ronni mætir síðan mjög reyndum írskum meistara á sunnudag í úrslitum en markmiðið er skýrt, vinna hann og ekkert annað. Heim með gullið. Við flytjum tíðindi strax um leið og þau berast en streymi er hægt að sjá frítt á youtube rás mótsins hér: https://m.youtube.com/@AlgarveBoxCup/streams

spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið