spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxRyan Garcia fellur á lyfjaprófi

Ryan Garcia fellur á lyfjaprófi

Frammistöðubætandi efnið Osterine mældist í niðurstöðum lyfjaprófs sem Ryan Garcia undirgekkst fyrir bardagann gegn Devin Haney á dögunum. Ryan Garcia heldur fram sakleysi sínu en hann hefur 10 daga til áfrýja og óska eftir því að “B-prufur” lyfjaprófsins verði prófaðar.

Devin Haney fékk sitt fyrsta tap á ferlinum 20. apríl sl. þegar hann mætti Ryan Garcia sem sló hann þrisvar niður og sigraði á dómaraákvörðun en úrslitin gætu nú verið leiðrétt annað hvort sem No Contest eða sigur til Haney vegna Disqualification Garcia.

Þar sem Garcia var yfir 140 punda junior welterweight takmörkunum missti Haney ekki titilinn sinn en hann missti samt sem áður stöðu sína á pound-for-pound styrkleikalistanum og færðist neðar á styrkleikalistanum í sinni deild. Hann hefur gagnrýnt Garcia mikið og segir hann hafa vanvirt aðdáendur og íþróttina sjálfa.

Efnið Osterine hefur verið á bannlista VADA síðan 2008 og árið 2022 var það skráð sem vefaukandi efni (anabolic agent).

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular