Það var um margt að vera í bardagasenunni um síðustu helgi og í nýjasta þætti Fimmtu Lotunnar er einblínt á það sem gerðist í hnefaleikum. Þriðju og síðustu umferð Vorbikarmóts HNÍ lauk um helgina, Emin Kadri er orðinn 2-0 sem atvinnumaður eftir sterkan sigur í Mexíkó og Beterbiev vs. Bivol 2 sveik engan!
Fimmta Lotan fékk tvo hnefaleika sérfræðinga, þá Steinar Thors og Ísak Guðnason, til að gera þetta allt saman upp og gott betur. Ísak keppti nýverið í 2. umferð vorbikarmótsins og stefnir m.a. á HFH Open og Íslandsmeistarmótið á komandi mánuðum og Steinar gæti að eigin sögn vel snúið aftur eftir fjarveru frá sportinu. Allt það og meira til í sérstökum hnefaleikaþætti. Reglulegi vikulegi þátturinn með UFC umræðum og tilheyrandi kemur svo út á morgun.
