spot_img
Tuesday, April 29, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxÍsak Guðnason vann Bensabikarinn

Ísak Guðnason vann Bensabikarinn

Íslandsmeistaramótið í hnefaleikum fór fram um helgina. Fyrstu viðureignirnar fóru fram á laugardaginn og var svo keppt til úrslita á sunnudaginn. Það voru sjö úrslitaviðureignir á dagskrá á mótinu sem fór fram í húsakynnum WCBA í Kringlunni. Það var að lokum Ísak Guðnason (HFK) í -75 kg flokki sem vann Bensabikarinn sem besti hnefaleikamaður dagsins. En titillinn hefur lengi verið talinn sá eftirsóttasti í hnefaleikaheiminum hér á landi. Hægt er að horfa á viðureignina í lifandi streymi MMA Frétta á youtube eða inni á Icelandic Boxing rásinni.

Ísak Guðnason mætti Benedikt Gylfa Eiríkssyni frá Hnefaleikafélagi Hafnarfjarðar í úrslitaviðureign -75 kg flokksins. Ísak átti harma að hefna eftir síðustu viðureignina sína gegn Benedikt sem sigraði þegar þeir mættust á Bikarmótinu.

Ísak byrjaði bardagann af miklum krafti og var ekki lengi að keyra vélina sína upp í fimmta gír. Benedikt varðist vel og hélt vörninni sinni þéttri gegn Ísaki sem lét höggin dynja yfir Benedikt í hvert skipti sem Benedikt festi rætur í hringnum og var latur við að hreyfa sig.

Ísak virtist ætla að gefa aðeins eftir í annarri lotu og var bardaginn jafnari fyrir vikið og virtist Benedikt finna sig betur í lotunni. Ísak var þó hvergi nærri búinn og átti nóg eftir á tankinum komandi inn í þriðju lotu. Þá virtist Benedikt vera orðinn þreyttur enda búinn að taka við nokkuð mikilli refsingu frá Ísaki.

Niðurstaðan var einróma dómaraákvörðun til Ísaks.

spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið