Stipe Miocic barðist sinn síðasta bardaga um helgina þegar hann mætti Jon Jones og seldi út Madison Square Garden á UFC 309. Í dag sendi hann út myndband með hjartnæmri þakkarkveðju á instagram til þeirra sem stóðu honum næst og studdu hann í gegnum ferilinn, og einnig til aðdáenda.
Stipe Miocic hóf atvinnumannaferil sinn 2010 og einu og hálfu ári seinna gekk hann til liðs við UFC. Hann þreytti frumraun sína 8. október 2011 gegn Joey Beltran sem barðist síðast í berhnúahnefaleikum fyrir BKFC. Stipe barðist 19 sinnum innan UFC og sigraði 14 af þeim bardögum. Hann vann þungavigtartitilinn 14. maí 2016 þegar hann rotaði þáverandi meistara Fabricio Verdum með counter höggi bakkandi undan pressu.
Stipe varði beltið þrisvar, gegn Alistair Overeem, Junior Dos Santos og Francis Ngannou áður en hann missti það yfir til Daniel Cormier 7. júlí 2018.
Stipe kom hins vegar sterkur tilbaka og tók beltið sitt til baka af Cormier rúmu ári seinna og sigraði hann svo aftur þegar þeir mættust í þriðja skipti ári eftir það.
Hann mætti svo Francis Ngannou aftur 27. mars 2021 og missti þungavigtartitil sinn yfir til hans og náði aldrei aftur að koma höndum sínum yfir UFC gull.
Hans verður samt ávallt minnst sem eins besta þungavigtarmeistara UFC frá upphafi.
Þakkarkveðju hans má finna hér að neðan:
(auka kveðja til aðdáenda er í athugasemdum)