spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxTæpt tap hjá Valgerði

Tæpt tap hjá Valgerði

Valgerður Guðsteinsdóttir þurfti að sætta sig við hrikalega tæpt tap gegn Jordan Dobie í nótt. Valgerður byrjaði bardagann betur, en Dobie óx inn í bardagann þegar leið á loturnar. 

Valgerður og Dobie börðust 6x tveggja mínútna lotur sem varð til þess að takturinn í bardaganum var mjög hár og þær tóku sér engan tíma til að þreifa fyrir sér. 

Valgerður sló Jordan Dobie niður í fyrstu lotu með svakalegri hægri hendi. Dobie var greinilega brugðið og þurfti nokkrar sekúndur til að átta sig á því hvað hafði gerst. Valgerður hélt áfram að labba Dobie niður þangað til lotan kláraðist. 

Valgerður var dóminerandi fyrri hluta bardagans og sá um að halda pressunni á Dobie allan bardagann. Valgerður reyndi hægri yfirhandar höggið sem að sló niður Dobie í 1.lotu ansi oft í bardaganum, en undir lok 3 lotu virtist krafturinn og snerpan vera horfin úr högginu og kom Dobie ekki í jafn opna skjöldu og áður. Það var á svipuðum tíma að Dobie fór að fóta sig betur í hringnum.

Stuðningsmenn Valgerðar urðu líklega mest stressaðir í lok 5.lotu þegar Valgerður virtist vankast og þreytumerkin voru orðin mjög greinileg. Það lá í loftinu að eitt kraft mikið högg frá Dobie myndi setja Valgerði í gólfið. 

Sjötta og síðasta lotan var frábær skemmtun þar sem báðar konur ætluðu að sanna fyrir dómurum og áhorfendum að þær vildu vinna bardagann. Áhorfendur stóðu á öskrinu síðustu sekúndurnar á meðan konurnar skiptust á höggum. Það var allt skilið eftir í hringnum og var bardaginn settur í hendur dómara til að ákveða sigurvegara. Valgerður tapaði með klofinni dómara ákvörðun og sigurinn dæmdur til heimakonunnar.

Dómarar dæmdu bardagann:

58-55 – Valgerður

57-56 – Dobie

58-55 – Dobie

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular