spot_img
Tuesday, January 27, 2026
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeÍslenskir bardagamenn erlendisÞorgils Eiður með rothögg eftir stóran olnboga

Þorgils Eiður með rothögg eftir stóran olnboga

Þorgils Eiður Einarsson, atvinnumaður í Muay Thai, sigraði með rothöggi bardaga sinn á Muay Thai Fight Night í Thong Sala Stadium í Koh Phangan, Tælandi fyrr í kvöld.

Þetta var kannski ekki stærsti bardagi sem Þorgils hefur barist á ferlinum og þótti hann mjög sigurstranglegur fyrirfram. Bardaganum var lýst sem týpískum “local fight” en Þorgils hefur barist á stærstu sviðum Muay Thai íþróttarinnar í Tælandi og var þarna í aðalbardaga kvöldsins á minni viðburði á heimaeyjunni sinni, Koh Phangan.

Þorgils tók bardagann með aðeins 7 daga fyrirvara og fór upp um 10kg í 87kg flokk en Þorgils er ekki nema 77kg. Hann sagðist hafa tekið þessum bardaga einfaldlega því hann vildi fá að meiða einhvern.

Þorgils sýndi gífurlega yfirburði strax í fyrstu lotu. Hann sótti mikið i skrokkinn og var með góð framspörk upp miðjuna. Skrokkshöggin og framspörkin nýttust svo vel til að stilla upp árásum á höfuð andstæðingsins sem vildi mikið clincha og þoldi pressuna illa.

Það sést að talsverður getumunur var á þeim og önnur lota var svipuð þeirri fyrri. Þorgils var að gera vel í að tengja saman góðar fléttur á meðan eitt og eitt högg voru að koma tilbaka frá andstæðingnum. Þorgils klárar svo bardagann þegar hann lendir framsparki í andlit andstæðingsins sem hálf vankast og sækir áfram villt. Þorgils kemur sér frá og svarar með stórum olnboga.

Bardagann má sjá hér að neðan hann byrjar á 2.29.00

spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið