Næstu helgi fer fram stærsti hnefaleikabardagi síðari ára þegar Tyson Fury skorar á Oleksandr Usyk þar sem Fury hefur harms að hefna eftir fyrri viðureign þeirra sem fór fram í maí síðastliðnum.
Í fyrri bardaga þeirra sigraði Usyk með klofinni dómaraákvörðun en fyrir bardagann var Fury ósigraður þungavigtarmeistari og hafði Fury á þeim tíma sigrað marga af bestu hnefaleikamönnum í þungavigtinni þar má helst nefna þegar Fury sigraði Wladimir Klitschko óvænt árið 2015. Fyrir bardaga þeirra Fury og Usyk var Fury ósigraður og var því mikill skellur þegar hann tapaði.
Í viðtali við Sky Sports kvaðst Fury ætla að rota Usyk í bardaganum, sem fer fram 21. desember næstkomandi. Fury kvaðst þá ekki hafa getað undirbúið sig almennilega fyrir fyrri bardaga þeirra þar sem hann var að jafna sig á skurði sem hann hlaut í æfingabúðum fyrir bardagann. Fury sagði þá að hann gæti sparrað núna og að ekkert annað kæmi til greina en að hann myndi rota Usyk.
Nokkuð er ljóst að það er kominn hiti í menn fyrir þennan risabardaga en eins og aðrir stórir viðburðir í heimi bardagaíþrótta verður hann sýndur beint í Minigarðinum, heimavelli bardagaíþrótta á Íslandi.