spot_img
Friday, January 30, 2026
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxTyson Fury staðfestur í endurkomubardaga í apríl

Tyson Fury staðfestur í endurkomubardaga í apríl

Tyson „The Gypsy King“ Fury, fyrrverandi þungavigtarheimsmeistari í boxinu, hefur fundið neistann aftur og tilkynnti nú formlega um að hann snúi aftur í hringinn eftir tæplega 13 mánaða hlé. Fury staðfesti bardaga sinn gegn Arslanbek Makhmudov sem fram mun fara 11. apríl 2026 í Bretlandi. Bardaginn verður sýndur beint á Netflix, sem hefur tryggt sér útsendingarréttinn á viðburðinum.

Fury hefur ekki barist síðan ídesember 2024, þegar hann tapaði með einróma dómaraúrskurði fyrir Oleksandr Usyk í þeirra annarri viðureign um heimsmeistarabeltið. Eftir það tilkynnti hann um starfslok í janúar 2025 en hefur nú snúið við þeirri ákvörðun og staðfest endurkomu sína.

Makhmudov, sem er 36 ára gamall og býr í Kanada, er með 21 sigur í 23 bardögum, þar af 19 með rothöggi. Hann hefur byggt upp orðspor sem kraftmikill þungavigtarkappi með hátt „KO-hlutfall“ og fær hann núna tækifærið í stærstu viðureign ferilsins síns í bardaga gegn Fury.

Þó að Makhmudov sé undir í öllum veðhlutföllum og margir geri ráð fyrir að Fury verði númerinu of stór hefur Makhmudov lýst bardaganum sem „stríði“ sem hann ætlar að gefa allt í.

Tyson Fury er einn frægasti þungavigtarkappi samtímans og vann heimsmeistaratitil þegar hann sigraði meðal annars Wladimir Klitschko og varð svo sameinaður heimsmeistari. Fyrir bardaga við Usyk hafði Fury einnig tekist að sigra fyrrum UFC-stjörnuna Francis Ngannou í boxsbardaga árið 2023. Sá bardagi vakti mikla athygli og vildu gagnrýnendur meina að Fury hafi ekki verið sannfærandi í þeirri viðureign og ferillinn hans væri líklega að líða undir lok.

Bardaginn gegn Makhmudov er hugsaður sem endurkomubardagi fyrri Fury frekar en leið til að koma honum aftur inn í titilumræðuna á ný. Makhmudov er hættulegur andstæðingur sem hefur engu að tapa og allt að vinna þegar hann mætir Fury þann 11. apríl og má því búast við hörkuviðureign.

spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið