UFC on Fox 30 fór fram í nótt í Calgary, Kanada. Í aðalbardaganum mættust Eddie Alvarez og Dustin Poirier í endurati en hér má sjá öll úrslit kvöldsins.
Bardagakvöldið olli ekki vonbrigðum en Dustin Poirier stöðvaði Eddie Alvarez í 2. lotu í aðalbardaga kvöldsins. Poirier hefur sigrað þrjá í röð, allt fyrrum meistara og getur farið að gera tilkall í titilbardaga í léttvigtinni. José Aldo stimplaði sig inn á ný í fjaðurvigtinni með frábærum sigur á Jeremy Stephens eftir tæknilegt rothögg í fyrstu lotu. Þetta var fyrsti bardagi Aldo í UFC sem er ekki titilbardagi.
Öll úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan.
Aðalhluti bardagakvöldsins:
Léttvigt: Dustin Poirier sigrar Eddie Alvarez með tæknilegu rothöggi í annarri lotu.
Fjaðurvigt: José Aldo sigrar Jeremy Stephens með tæknilegu rothöggi eftir 4.19 í fyrstu lotu.
Strávigt kvenna: Joanna Jędrzejczyk sigrar Tecia Torres eftir dómaraákvörðun.
Léttvigt: Alexander Hernandez sigrar Olivier Aubin-Mercier eftir dómaraákvörðun.
Fox Sport 1 upphitunarbardagar
Veltivigt: Jordan Mein sigrar Alex Morono eftir dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt: Hakeem Dawodu sigrar Austin Arnett eftir dómaraákvörðun.
Léttvigt: Islam Makhachev sigrar Kajan Johnson með uppgjafartaki (armbar) eftir 4.43 í fyrstu lotu.
Léttþungavigt: Ion Cuțelaba sigrar Gadzhimurad Antigulov með tæknilegu rothöggi eftir 4.25 í fyrstu lotu.
UFC Fight Pass upphitunarbardagar
Léttvigt: John Makdessi sigrar Ross Pearson eftir dómaraákvörðun.
Flugutvigt kvenna: Katlyn Chookagian sigrar Alexis Davis eftir dómaraákvörðun.
Fluguvigt: Dustin Ortiz sigrar Matheus Nicolau með rothöggi eftir 3.49 í fyrstu lotu.
Strávigt kvenna: Nina Ansaroff sigrar Randa Markos eftir dómaraákvörðun.
Léttvigt: Devin Powell sigrar Álvaro Herrara með rothöggi eftir 1.52 í fyrstu lotu.