spot_img
Thursday, April 10, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxValgerður tapaði á stigum

Valgerður tapaði á stigum

Valgerður Guðsteinsdóttir mætti efnilegri heimakonu í gærkvöldi þegar hún steig inn í hringinn gegn Lillie Winch. Bardaginn fór fram í York Hall höllinni í London og var sýnt frá kvöldinu á DAZN en vegna skipulagsvandræða hjá mótshaldara rataði bardaginn hennar Valgerðar ekki í útsendinguna.

Bardaginn milli Valgerðar og Lillie var átta lotur og fór bardaginn alla leið. Lillie er ungur og efnilegur boxari sem hafði þar til í gær aldrei tapað lotu í atvinnuhnefaleikum. Valgerður tók bardagann með stuttum fyrirvara, tæplega viku, og mætti til leiks undir stjórn nýja þjálfarateymisins frá Ringcraft.

Mótshaldarinn glímdi við skipulagsvandræði þetta kvöld. Valgerður átti að vera annar bardagi kvöldsins en endaði á að loka kvöldinu og berjast eftir að aðalbardaginn kláraðist. Bardaginn var því ekki sýndur í útsendingu á DAZN eins og stóð til. Þess í stað þurftu hörðustu aðdáendur að horfa á þennan stórskemmtilega bardaga í gegnum Instagram Live hjá KaiFitness.

Eins og áður sagði entist bardaginn allar átta loturnar og tapaði Valgerður á stigum. Hún er þó fyrsti andstæðingurinn hennar Lillie sem vinnur lotu gegn henni. Valgerður var virkilega vinnusöm og lét finna fyrir sér allan tímann. Hún sá um að pressa og loka fjarlægðinni gegn Lillie sem þurfti að hafa sig alla við til að svara spurningunum hennar Valgerðar. Miðað við frammistöðu Valgerðar er gaman að spyrja sig hvernig bardaginn hefði verið ef hún hefði fengið heilt undirbúningstímabil.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_imgspot_imgspot_imgspot_img

Mest Lesið