spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlent15 mánaða gamall sonur Ngannou látinn

15 mánaða gamall sonur Ngannou látinn

Þær hræðilegu fréttir bárust í gær að sonur Francis Ngannou, Kobe, væri látinn. Kobe lést sl. laugardag og var hann aðeins 15 mánaða gamall.

Francis Ngannou sendi frá sér yfirlýsingu á samfélagsmiðlum:
“Of snemmt til að fara en samt er hann farinn. Litli strákurinn minn, vinur minn, félagi minn Kobe var fullur af lífi og hamingju. Núna liggur hann líflaus. Ég öskraði nafnið hans aftur og aftur en hann svarar ekki.

Ég var mitt besta sjálf með honum og núna hef ég enga hugmynd um hver ég er. Lífið er svo ósanngjarnt að gera manni það sem meiðir mann mest.

Hvernig tekst maður á við svona? Hvernig getur maður lifað með því? Gerið það hjálpið mér ef þið hafið hugmynd því ég virkilega veit ekki hvað ég á að gera og hvernig maður tekst á við þetta.”

Margir innan bardagaíþrótta samfélagsins hafa sent Ngannou kveðju og vilja MMA Fréttir senda alla okkar jákvæðu strauma til Francis og fjölskyldu á þessum erfiðu tímum.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular