spot_img
Thursday, March 27, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHernandez áfram á sigurbraut

Hernandez áfram á sigurbraut

Anthony „Fluffy“ Hernandez og Brendan Allen mættust í næstsíðasta aðalbardaganum í Seattle í nótt. Bardaginn fór að mestu leyti fram í gólfinu og réðst á Control Time frekar en skaða og þungum höggum.

Hernandez er núna á sjö bardaga sigurgöngu eftir sigurinn gegn Allen og færir sig nær og nær umræðunni um titilbardaga, enda er Hernandez með sigra yfir mjög hæfileikaríkum millivigtarmönnum á ferilskránni.

Allen byrjaði snemma að hóta glímutilburðum í nótt og reyndi eftir bestu getu að finna yfirburða góðar stöður í gólfinu en Hernandez sá við öllu sem Allen reyndi. Í annarri lotu virtist sem svo að Hernandez hefði potað í augun á Allen en eftir snögga endursýningu var ljóst að ekkert ólöglegt hafði gerst og var bardaginn látinn halda áfram. Í sömu lotu nær Allen vel tímasettum vinstri krók sem smell lendir á Hernandez og setur hann í töluverð vandræði.

Þriðju lotunni má tileinka Hernandez einum saman. Hann fór létt með það að halda Allen í gólfinu og neita honum um betri stöður. Allen var sjáanlega mjög pirraður í lotunni og eftir að hún kláraðist.

Niðurstaðan var einróma dómaraákvörðun til Anthony Hernandez.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_imgspot_imgspot_imgspot_img

Mest Lesið