Við höldum áfram að gera upp árið 2017 en í dag ætlum við að skoða rothögg ársins. Það var afar erfitt að velja rothögg ársins þessi tíu standa upp úr.
Nánast hefði verið hægt að hafa topp 50 lista yfir bestu rothögg ársins en látum nægja að velja þau tíu bestu.
10. Brando Mamana gegn Adi Paryanto (ONE Pride Season 3, 13. mars 2017)
Ef þetta rothögg hefði gerst í UFC hefði þetta sennilega verið flottasta rothögg ársins. Það verður þó að taka með í reikninginn að hér eru minni spámenn að berjast en engu að síður flott tilþrif hér á ferð.
https://www.youtube.com/watch?time_continue=114&v=SV2yatynv9s
9. Aaron Pico gegn Justin Linn (Bellator 183, 24. september 2017)
Aaron Pico átti skelfilega byrjun á MMA ferlinum. Hann var kláraður snemma í fyrstu lotu í hans fyrsta bardaga á stærsta Bellator kvöldi ársins. Hann bætti heldur betur fyrir það í hans næsta bardaga þegar hann vann sinn fyrsta bardaga í MMA.
If at first you don’t succeed… @AaronPicoUSA has arrived. #Bellator183 pic.twitter.com/zVZjmS7cgI
— Chamatkar Sandhu (@SandhuMMA) September 24, 2017
8. Paul Daley gegn Brennan Ward (Bellator 170, 21. janúar 2017)
Paul Daley barðist þrjá stóra bardaga á árinu. Hann byrjaði árið á að rota Brennan Ward með þessu svakalega fljugandi hnésparki í 1. lotu.
7. Alan Vasquez gegn Axel Cazares (Shamrock 298, 18. nóvember 2017)
Hérna eru tveir bardagamenn sem eru ekki hátt skrifaðir en rothöggið var eiginlega lygilegt. Báðir smellhittu á sama tíma og voru nánast rotaðir. Vasquez var þó fljótari að jafna sig og náði að standa upp. Hann var því krýndur sigurvegari eftir hálfgert tvöfalt rothögg.
6. Matt Brown gegn Diego Sanchez (UFC Fight Night: Poirier vs. Pettis, 11. nóvember 2017)
Bardagi Matt Brown og Diego Sanchez átti að vera hálfgerður kveðjubardagi fyrir Brown. Hann hefði varla getað endað ferilinn með betri hætti en að klára Sanchez með þessum olnboga. Brown virðist reyndar vera að íhuga að taka einn bardaga í viðbót ef hann fær Carlos Condit..
Matt Brown’s elbow sent Diego Sanchez into the Sunken Place pic.twitter.com/8tDWUo5TWo
— Dauphín عبد الله (@dauphin_x) November 26, 2017
5. Gaston Bolanos gegn Rick Gutierrez (Bellator 189, 1. desember 2017)
Nokkur mögnuð tilþrif litu dagsins ljós í Bellator í ár. Flottasta rothöggið var þó hjá Gaston Bolanos í desember. Vel tímasettur olnbogi sem smellhitti.
4. Alexander Gustafsson gegn Glover Teixeira (UFC Fight Night: Gustafsson vs. Teixeira, 28. maí 2017)
Þetta var kannski ekkert ein rosalega bomba sem felldi Teixeira en aðdragandinn var glæsilegur hjá Gustafsson – þrjú upphögg í röð og svo bein hægri. Virkilega tæknilega flott hjá Svíanum þarna.
Alexander Gustafsson’s KO of Glover Teixeira is mesmerizing. Can watch it over and over. Those uppercuts were A+. pic.twitter.com/i1Su1Nvti6
— Mike Bohn (@MikeBohnMMA) May 29, 2017
3. Rose Namajunas gegn Joanna Jedrzejczyk (UFC 217, 4. nóvember 2017)
Eitt ótrúlegasta augnablik ársins. Rose Namajunas, sem hafði aldrei rotað neinn á ferli sínum, rotaði bara Joanna Jedrzejczyk í stærsta bardaga ferilsins. Magnaður vinstri krókur sem felldi meistarann og verður gaman að sjá hvað nýr strávigtarmeistari gerir á þessu ári.
2. Francis Ngannou gegn Alistair Overeem (UFC 218, 2. desember 2017)
Að margra mati er þetta rothögg ársins og skiljanlega. Þetta upphögg frá Ngannou var eins og í bíómynd. Rosalegt högg og ótrúlegt að sjá þennan kraft sem Ngannou býr yfir. Verður gaman að sjá hann á móti Stipe Miocic eftir rúmar tvær vikur.
embed
1. Edson Barboza gegn Beneil Dariush (UFC Fight Night: Belfort vs. Gastelum, 11. mars 2017)
Þetta er rothögg ársins 2017. Tímasetningin, nákvæmnin og hraðinn er ótrúlegur hjá Barboza. Magnað að gera þetta á móti jafn góðum andstæðingi og Beneil Dariush er.
UNREAL! @EdsonBarbozaJr is a human highlight reel. Flying Knee to the moon landed on Dariush FTW. #UFCFortaleza https://t.co/PNJtzlLvz6
— FOX Sports: UFC (@UFCONFOX) March 12, 2017