spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlent5 bestu UFC bardagarnir árið 2023 

5 bestu UFC bardagarnir árið 2023 

Nú þegar ekki verða fleiri bardagakvöld í UFC á þessu ári er óhætt að byrja að gera upp árið og minnast þess sem að stóð upp úr á árinu. Það er hægt að gera góðan lista af bardögum eftir árið, en hér eru 5 hrikalega skemmtilegir bardagar ásamt bardaga ársins 2023.

Volkanovski vs. Islam (UFC284)Bardagi ársins 2023. 

Volkanovski fór upp um vigt í byrjun árs og gerði tilraun til þess að verða tvöfaldur meistari. Islam hafði upp að þessu verið hreint óstöðvandi og hafði klárað alla bardagana sína, fyrir utan einn, með uppgjafartaki síðan hann mætti Davi Ramos árið 2019. Bardaginn var spennandi allan tímann og kom í ljós að glímuvörnin hans Volkanovski var nógu góð til þess að verjast Islam. Islam og Volkanovski skiptust á að lenda góðum höggum allan bardagann. Islam vann á einróma dómaraákvörðun sem að aðdáendur deildu um heil lengi eftir bardagann.

Moreno vs. Pantoja 3 (UFC 290)

Þetta var í þriðja skipti sem að þessir drengir mættust eftir að hafa mæst upprunalega í Ultimate Fighter 24. Moreno hafði á þessum tímapunkti tapað gegn Pantoja í tvígang og var að verja beltið sitt í fyrsta skipti eftir að hafa lokað kaflanum gegn Figureido og orðið óumdeildur meistari. Moreno og Pantoja fóru allar 5 loturnar og var gjörsamlega allt skilið eftir í búrinu. Pantoja sannaði í þessum bardaga að hann er grýlan hans Moreno og vann af honum beltið!

Gaethje vs. Fiziev (UFC 286)

Hey, var ekki Gunni að berjast á þessu kvöldi? – Jú, rétt hjá þér! Eftir geggjaðan armbar, þjóðarstolt og spennufall sem fylgdi bardaganum hans Gunna kom þessi slugger-bomba! Bardaginn var tvískiptur. Fiziev byrjaði bardagann betur, en um miðja aðra lotu potar Gathje óvart í augun á Fiziev sem verður einvern veginn aldrei samur aftur.

Geoff Neal vs. Shawkat Rakhmonov

Er Rakhmonov striker eða grappler? Hann lýtur alltaf vel út standandi en klárar alla bardaga með uppgjafartaki. Geoff Neal gaf Rakhmonov besta striking bardaga á UFC ferlinum sínu en Rakmonov átti svör við öllu og refsaði skrokknum hans Geoff Neal allsvakalega sem undir restina átti ekkert eftir á tanknum. Geoff Neal lenti góðu höggi í 3. lotu og í nokkrar sekúndur leit það út fyrir að Neal myndi færa Rakmonov fyrsta tapið sitt á atvinnumannaferlinum. Rakhmonov klárar bardagann svo með Standing Rear Naked Choke og Neal fellur niður eins og dúkka!

Bardaginn er fríkeypis á youtube:

Dan Hooker vs. Jalin Turner (UFC 290)

Ótrúlega skemmtilegur kaflaskiptur bardagi. Jailin Turner lenti ítrekað á Hooker og lét áhorfendur sitja gapandi fyrir fram sjónvarpið – hvernig er hægt að standa af sér svona headkick?…. oft. Hooker snýr svo bardaganum við í síðari hluta 2.lotu og er nálagt því að klára Turner en flautan bjargaði honum. Í 3.lotu er Turner varnarlaus gegn Hooker sem lét allt vaða.

Þessi bardagi er líka fríkeypis á youtube:

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular