Hin 19 ára Alice “Golden Girl” Pereira er af mörgum talin ein mest spennandi unga bardagakonan í dag með 100% sigurhlutfall í sínum fyrstu 6 bardögum og 4 rothögg. Hún varð bantamvigtarmeistari í Cage Masters í desember og hefur nú fengið UFC samning.
Alice Pereira sigraði fyrsta bardagann sinn með rear naked choke í 1. lotu en átti svo 4 rothögg í röð og fór ekki inn í 3. lotu fyrr en í síðasta bardaga sínum uppá Cage Masters beltið sem fór alla leið. Einn bardaga hennar kláraði hún á 11 sekúndum.
Þeir sem fylgjast grannt með instagram reikningi Dana White hafa kannski séð í story hjá honum þar sem hann hringdi í Pereira á aðfangadagskvöld og bauð henni UFC samninginn.
“Never in my wildest dreams did I think Dana White would call me on Christmas Eve wearing a shirt with my name on it to give me the best gift of my life. And Mick Maynard posting my video on his personal Instagram? It’s surreal! But I won’t let the hype distract me—I’m just getting started.”
Alice Pereira er ekki skyld Alex Pereira á neinn hátt en ógvænlegan rothöggskraftinn eiga þau sameiginlegan. Alex Pereira á þó systur sem er einnig atvinnumaður í MMA sem heitir því keimlíka nafni Aline Pereira og því auðvelt að rugla þeim saman.
Hér fyrir neðan má sjá klippur í titilbardaga Pereira á Cage Masters þar sem hún sýnir mjög góða takta, bæði í striking og wrestling.