Alistair Overeem og Curtis Blaydes koma til með að mætast á UFC 225 en þetta staðfesti UFC á Twitter í gærkvöldi. Bardagakvöldið fer fram Í Chicago þann 9. júní næstkomandi.
Þessi bardagi bætist við þá tvo bardaga sem áður hafa verið tilkynntir en Cláudia Gadelha og Carla Esparza mætist í strávigt kvenna kvenna og í fluguvigtinni mætast Sergio Pettis og Joseph Benavidez. Það stefnir því allt í spennandi bardagakvöld í Chicago þann 9. júní.
Alistair Overeem var steinrotaður af Francis Ngannou á UFC 218 í desember í fyrra. Þar áður hafði hann unnið tvo bardaga í röð og nálægt titilbardaga. Overeem mætir nú upprennandi þungavigtarmanni en Overeem hefur einnig sagt að hann vilji annað tækifæri gegn Francis Ngannou.
Curtis Blaydes sigraði síðast Mark Hunt eftir dómaraákvörðun á UFC 221. Eftir bardagann óskaði hann eftir að fá að berjast á UFC 225 enda fer það fram í hans heimaborg, Chicago. Blaydes hefur unnið þrjá bardaga í röð og er ansi spennandi efni í þungavigtinni.