Fyrrum tveggja þyngdaflokka UFC meistarinn Amanda Nunes var viðstödd í Kaseya Center fyrir UFC 314 vigtunina og kinkaði ákaft kolli þegar Dana White var spurður út í mögulega endurkomu hennar.
Bantamvigtarmeistari kvenna, Julianna Pena mun taka á móti titiláskorandanum Kayla Harrison á UFC 316 7. júní nk. Þetta verður aðeins þriðji bardagi Harrison í UFC en hún er talin mun sigurstranglegri af veðbönkum fyrirfram.
Peña vann Nunes og tók af henni beltið í desember 2021 en missti það aftur til hennar hálfu ári seinna. Nunes hætti um mitt ár 2023, stuttu eftir að hún vann Irene Aldana í titilbardaga um bantamvigtarbeltið. Síðan þá hafa Raquel Pennington og Mayra Buena Silva barist um lausan titilinn og Peña vann hann svo aftur af Pennington með klofnum sigri sem var mjög umdeildur.
Harrison barðist í fjaðurvigt í PFL og náði fyrst niðurskurði í bantamvigt þegar hún kom til UFC. Ef hún vinnur Peña til að vinna titilinn og Nunes kemur tilbaka, þá væri Nunes tæknilega séð ennþá fjaðurvigtarmeistari – sem þýðir að fundur þeirra tveggja gæti hrundið af stað langri samkeppni í tveimur deildum og endurvakið hlutina í fjaðurvigt kvenna fyrir UFC.