spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaAnderson Silva á batavegi

Anderson Silva á batavegi

Anderson Silva

Anderson Silva er á batavegi en læknar hafa nú gefið honum leyfi til þess að hefja MMA æfingar að nýju.

Það eru rúmir fjórir mánuðir síðan Anderson Silva braut sköflunginn í tvennt á hné Chris Weidman. Silva er nú nýorðinn 39 ára og sumir hafa velt því fyrir sér hvort fyrrverandi meistarinn muni einhvern tímann berjast aftur. Á undanförnum mánuðum hafa birtst myndbönd af Silva gangandi á hækjum og í jiu jitsu. Nú hafa læknar endanlega útskrifað kappann og lýst hann hæfan til að hefja æfingar aftur fyrir MMA. Silva virðist staðráðinn í að snúa aftur sem eru mjög góðar fréttir fyrir MMA aðdáendur. Nú fer spurningin að snúast um hverjum hann mætir?

Hér að neðan er brasilískur þáttur (með texta) um beinbrotið og líðan Anderson eftir það.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular