spot_img
Thursday, January 9, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentAngela Hill búin að samþykkja bardaga gegn Ketlen Souza

Angela Hill búin að samþykkja bardaga gegn Ketlen Souza

Angela Hill hefur barist flesta bardaga allra kvenna í UFC en hún hefur barist alls 26 bardaga og hefur nýlega samþykkt að taka sinn 27. bardaga í UFC gegn Ketlen Souza á UFC Fight Night 251. Hill hefur verið dugleg síðustu árin í UFC en hún barðist tvisvar á árinu 2024, tvisvar árið 2023 og þrisvar árið 2022. Souza er að taka sinn þriðja bardaga í UFC en hún hefur sigrað tvo bardaga í röð eftir að hún tapaði í frumraun sinni í UFC.

Hill, sem verður fertug þann 12. janúar næstkomandi, er að nálgast lokin á ferlinum og hefur verið í eða við titilumræðu í sínum flokki í UFC, spurning hvort Souza nái að taka við kyndlinum af Hill með sigri í þessum bardaga.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið