Angela Hill hefur barist flesta bardaga allra kvenna í UFC en hún hefur barist alls 26 bardaga og hefur nýlega samþykkt að taka sinn 27. bardaga í UFC gegn Ketlen Souza á UFC Fight Night 251. Hill hefur verið dugleg síðustu árin í UFC en hún barðist tvisvar á árinu 2024, tvisvar árið 2023 og þrisvar árið 2022. Souza er að taka sinn þriðja bardaga í UFC en hún hefur sigrað tvo bardaga í röð eftir að hún tapaði í frumraun sinni í UFC.
Hill, sem verður fertug þann 12. janúar næstkomandi, er að nálgast lokin á ferlinum og hefur verið í eða við titilumræðu í sínum flokki í UFC, spurning hvort Souza nái að taka við kyndlinum af Hill með sigri í þessum bardaga.