spot_img
Thursday, November 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentAspinall mætir Blaydes annað kvöld

Aspinall mætir Blaydes annað kvöld

UFC 304 verður haldið í Manchester annað kvöld. Þrátt fyrir að vera haldið á frábærum stað munum við íslensku aðdáendurnir samt þurfa að vaka fram eftir nóttu til að fylgjast með í beinni. Næst síðasti bardagi kvöldsins er endurleikur milli Aspinall og Blaydes þar sem Aspinall leitast eftir að bæta upp fyrir svekkjandi tap í London.

Tom Aspinall og Curtis Blaydes mætast í annað skipti á englandi á laugardaginn kemur. Fyrri viðureignin á milli þerra fór fram í London fyrir tveimur árum og endaði með skyndilegum meiðslum hjá Aspinall, í kjölfarið þurfti Aspinall að sitja á hliðarlínunni í eitt ár á meðan hann jafnaði sig á meiðslunum. Aspinall kom mjög sterkur og beittur til baka og sigraði Marcin Tybura léttilega og svo rússneska nautið, Sergei Pavlovich, upp á interim þungavigtartitilinn nokkrum mánuðum eftir endurkomuna. Aspinall leggur interim beltið á línuna gegn Curtis Blaydes í von um að bæta upp fyrir svekkjandi úrslit í London.

Curtis Blaydes hefur sigrað 4 af síðustu 5 bardögum í þungavigtinni og er “f*cking good.” að sögn Top Aspinall. Sumir aðdáendur halda því fram að þessi bardagi sé í rauninni titilbardagi upp á þungavigtartitilinn í ljósi þess að núvarandi þungavigtarmeistari en við það að leggja hanskana á hilluna.

Dana White staðfesti á blaðamannafundi fyrir bardagann að sigurvegarinn á laugardaginn muni mæta annað hvort Jon Jones eða Stipe Miocic upp á hið raunverulega þungavigtarbelti. En í rauninni er ekkert sem tryggir að Jon Jones eða Stipe Miocic muni snúa til baka í búrið eftir viðureignina þeirra í nóvember.

Spurningin er líka: Þarf Jon Jones að mæta Tom Aspinall eða Curtis Blaydes til þess að sanna að hann sé sá besti frá upphafi? Fæstir eru á því máli að það sé nauðsynleg viðureign til að sanna að Jon Jones sé The Goat og mun Jones því líklega ríða út í sólsetrið í nóvember í stað þess að leggja nánast flekklausan bardagaferil á línuna gegn sigurvegaranum á laugardaginn

MMA fréttakonan Laura Chenko er sannfærð um að Aspinall sé sá besti í deildinni þessa stundina og kyndir undir hugmyndina um að bardagi milli Jones og Aspinall væri líklega slæm hugmynd. Chenko segir í viðtali við mmafighting.com

“I’ve never wavered from saying that Jon Jones is the greatest of all time … That’s something that you’re not going to hear change coming out of my mouth any time soon. But currently, the best heavyweight in the world, I believe, is Tom Aspinall.”

Laura Chenko

Það virðist vera samhugur meðal áhugamanna um að Tom Aspinall sé sá besti í þungavigtinni þessa stundina. Stuðlarnir fyrir bardagann vísa til þess. Eins og stendur er sett @1.25 á Aspinall og @4.0 á Blaydes. Á laugardagskvöld fáum við að sjá hvort að elding geti slegið niður tvisvar á sama stað, Curtis Blaydes er ekkert lamb að leika við og gæti vel sótt sigurinn.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular