Þessa dagana fagnar glímusamfélagið fallegu ástarsambandi sem tilkynnt var um á fésbókarsíðu Þrastar Njálssonar glímukappa. Þröstur hefur verið virkilega öflugur í glímusamfélaginu og vakið athygli fyrir skemmtilegt grín á Instagram sem og góðan árangur erlendis. Hann fjármagnar nú næstu keppnisferð með öllum mögulegum leiðum og hóf hann flöskusöfnun af miklum krafti þrátt fyrir mikla samkeppni í fljöskuheiminum.
Þröstur og Helga opinberuðu sambandið sitt á Facebook þann 12. janúar og fengu mikið lof frá fylgjendum sínum. Þau æfa bæði hjá VBC í Kópavogi og stefnir Þröstur á að eiga jafn gott ár og í fyrra þar sem hann sankaði að sér verðlaunum. Þröstur keppir í blábeltingaflokki og keppti hann á Grappling Industries í Dublin þar sem hann tók 1. sæti í gi og 3. sæti í nogi áður en hann fór svo á evrópumeistaramótið í Rome þar sem hann náði 2. sæti í nogi. Hann ætlar að leika sama leik þetta árið en ferðalögin eru ekki ókeypis.








