spot_img
Monday, April 14, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentBaulað á Lerone Murphy eftir að hann sigldi sigrinum heim

Baulað á Lerone Murphy eftir að hann sigldi sigrinum heim

Lerone Murphy sigraði Josh Emmett á einróma dómaraákvörðun í aðalbardaga UFC í Apex-inu um helgina. Mikil læti heyrðist frá þeim fáu áhorfendum sem Apex-ið hýsir en þeir bauluðu ákaft á Murphy fyrir að fara of varfærnislega í gegnum bardagann.

Emmett var að leita að rothögginu en Murphy var agaður varnarlega og frumlegur sóknarlega en passaði sig alltaf að taka engar áhættur. Það hefur farið illa í einhverja áhorfendur en líklega mest í vini og aðdáendur Emmetts sem hafa vonast eftir rothögginu frá sínum manni. Þeir létu vel í sér heyra þegar Murphy var í viðtalinu við Michael Bisping beint eftir bardagann sem svaraði þeim fullum hálsi. Lerone Murphy er rísandi stjarna í fjaðurvigtinni og sigurinn á Emmett líklega sá stærsti hingað til en við gætum vel séð hann keppa um titilinn á næstu árum ef hann heldur áfram á sömu braut. Murphy er núna kominn með 8 sigra í röð innan UFC eftir jafntefli í frumraun sinni og tekur væntanlega 8. sæti styrkleikalistans af Emmett með sigrinum en hann sat í 10. sæti fyrir þennan bardaga.

Mikið hafði var rætt um eins höggs rotkraft Josh Emmetts fyrir þennan bardaga en Murphy var samt sem áður talinn mun sigurstranglegri af veðbönkum. Murphy sigraði bardagann nokkuð örugglega en dómararnir, sem sáu bardagann á mismunandi hátt, gáfu honum ýmist þrjár eða fjórar lotur af fimm. Allir dómarar gáfu Emmett fyrstu, Murphy aðra og fjórðu en þriðja og fimmta voru vafaatriði.

Það verður áhugavert að sjá hvern Murphy verður paraður upp við næst en nöfnin fyrir ofan hann á listanum eru allt stór nöfn sem gætu gefið honum erfiðan bardaga. Josh Emmett sem var að snúa tilbaka eftir eins og hálfs árs pásu er orðinn fertugur og spurning hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir hann.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_imgspot_imgspot_imgspot_img

Mest Lesið