spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentBelal Muhammad er nýr veltivigtarmeistari!

Belal Muhammad er nýr veltivigtarmeistari!

Belal Muhammad og Leon Edwards mættust í aðalbardaga kvöldsins á UFC 304 í nótt. Leon Edwards var á góðri leið með að verða sigursælasti enski meistarinn í sögu UFC, en Belal Muhammad hafði engan áhuga á því að vera ný fjöður í hattinum hans Edwards. Belal setti tóninn í bardaganum og hélt uppi mikilli pressu á Leon frá og með fyrstu mínútu. Veltivigitarmeistarinn sjálfur virtist ekki komast almennilega í gang og leyfði áskorandanum að stjórna bardaganum.

Leon Edwards hefur hingað til verið þekktur fyrir góða felluvörn og hæfileika í glímunni. Áhorfendur fengu þó ekki að sjá þessa hæfileika í búrinu í kvöld og áttaði Belal sig snemma á því að hann gæti tekið Leon Edwards niður í gólfið að vild. Belal tók Edwards niður í tvígang í fyrstu lotu og fjórum sinnum í annarri lotu, sem varð til þess að hann vann báðar loturnar sannfærandi.

Edwards átti góða þriðju lotu og tekst að súa við stöðunni í gólfinu og tekur bakið á Belal. Þeir enda í pattstöðu og hreyfast varla fyrr en lotan klárast. Belal snéri hlutverkunum við aftur í fjórðu og fimmtu lotu.

Leon Edwards er alltaf líklegur til að hrökkva í gang þegar um hálf mínúta er eftir af bardaganum og reyna að draga kanínu upp úr hattinum. Honum tókst það næstum því með svakalegum olnbogum sem hann lét dynja yfir Belal undir lok bardagans með þeim afleiðingum að hann skarst upp ofarlega á nefinu. Þetta var ekki nóg til þess að vinna lotuna, en þetta var nóg til að láta Belal Muhammad líta hrikalega nett út þegar hann stóð upp og gékk að horninu sínu með blóðið lekandi niður allt andlitið sitt eftir að flautan söng í síðasta skipti.

Edwards sagði eftir bardagann að hann hafi verið líkamlega þreyttur komandi inn í bardagann og aldrei náð sér almennilega í gang í bardaganum sjálfum. Belal á hinn boginn sagði að sigurinn þýddi ekki neitt og að hinn raunverulegi bardagi væri í heimalandinu sínu, Palestínu.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular