Um helgina er stór hnefaleikaviðureign milli David Benavidez og David Morrell en Benavidez er interim 175 punda meistari WBC hnefaleikasambandsins. Sem interim meistari hefði Benavidez átt að berjast við Arthur Beterbiev eftir að hann sigraði Dmitry Bivol en þess í stað var ákveðið að endurtaka bardaga Beterbiev og Bivol og þurfti Benavidez að bíða. Benavidez er ekki ókunnur þessari stöðu en hann var lengi vel í sömu stöðu þ.e. með rétt til bardaga gegn meistaranum Saul Canelo Alvarez í ofurmillivigt WBC-samtakanna en yfirgaf deildina þegar útséð var um að sambandið ætlaði ekki að þvinga Canelo til að taka bardagann.
Benavidez hefur lært af biturri reynslu og sagðist vera með plan b ef ske kynni að hann fengi ekki að berjast við sigurvegarann úr bardaga Beterbiev gegn Bivol sem fram fer í október á þessu ári. Beterbiev sagðist vilja berjast við léttþungavigtarmeistara WBC-samtakanna, Gilberto Zurdo Ramirez. Við erum búnir að tala við liðið hans Zurdo og við töluðum við Oscar De La Hoya, þeir eru til, svo það er nokkurn veginn plan b.
Benavidez gæti verið að leika hættulegan leik með því að horfa fram hjá mótherja sínum með þessum hætti en Morrell er öflugur hnefaleikamaður en báðir eru þeir ósigraðir. Morrell hefur sigrað 11 bardaga þar af 9 með rothöggi, Benavidez hefur sigrað 29 bardaga þar af 25 með rothöggi.
Auðvitað er Gilberto Zurdo Ramirez með sinn eigin skylduáskoranda sem er þá sá sem hann á að berjast við næst samkvæmt reglum eða stefnu bardagasamtakana og gæti það haft áhrif á þetta plan b hjá Benavidez. Það væri auðvitað óskandi að Beterbiev og Bivol útkljái sín mál í október svo Benavidez fái langþráð tækifæri á bardaga um titil en tíminn verður að leiða það í ljós.