Nokkrir hnefaleikaklúbbar héldu út til Hvidovre Box Cup í Danmörku um helgina. Hnefaleikafélag Hafnarfjarðar sendi þá Benedikt Gylfa Eiríksson og Alejandro Cordova Cervera sem sóttu báðir gull rétt eins og þeir gerðu á nýafstöðnu bikarmóti hér heima fyrir. Þeir félagar hafa verið gríðarlega aktívir undanfarið, svo virðist sem það líði aldrei meira en nokkrar vikur milli bardaga hjá þeim.
Hnefaleikadeild Þórs og Hnefaleikafélag Reykjanesbæjar sendu líka nokkra út að keppa en ekki fengu allir bardaga. Lilja Lind Torfadóttir frá Þór fékk silfur og liðsfélagi hennar Stefán Karl Ingvarsson fékk bardaga við mun reyndari andstæðing og fékk 3 lotur af dýrmætri reynslu.